Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunar- og þjónustusvæði

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. desember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunnar- og þjónustusvæði skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem tillagan tekur til afmarkast af gildandi deiliskipulagssvæði en stækkar til norðausturs um 0,3 ha. Í breytingunni felst breytt staðsetning byggingarreita fyrir gistiaðstöðu með 16 herbergjum í 4 húsum, tilfærslu byggingarreits fyrir þjónustuhús, …

Þegar Trölli stal jólunum

Undanfarið hefur 7. bekkur Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum æft leikgerð af „Þegar Trölli stal jólunum“. Ætlunin er að sýna leikritið á litlu jólunum í skólanum. Krakkarnir tóku forskot á sæluna á dögunum og lögðust í leikferð. Sýnt var á þremur stöðum í sveitarfélaginu, í grunnskólanum og leikskólanum Andabæ á Hvanneyri og leikskólanum Hnoðrabóli. Vel var tekið á móti leikurunum og …

Saga Borgarness

Borgarnes_gjBorgarbyggð hefur ráðið Egil Ólafsson sagnfræðing og blaðamann til að skrifa sögu Borgarness.Hann mun hefja störf í byrjun árs 2014. Áætlað er að bókin komi út vorið 2017, en þá verða liðin 150 ár frá því að Borgarnes fékk löggildingu sem verslunarstaður. Egill er alinn upp í Borgarnesi og síðar á Hundastapa á Mýrum. Eftir að hann lauk sagnfræðinámi hefur …

Jólakötturinn kemur í Borgarnes

    Verslanir og veitingastaðir í Borgarnesi taka höndum saman og bjóða upp á skemmtilegan verslunardag laugardaginn 21. desember. Dagurinn hefur fengið nafnið „Jólakötturinn“. Flestar verslanir og veitingahús bæjarins verða með opið til kl. 22.00 og í boði verða spennandi tilboð og skemmtiatriði.  

Sveitarstjórn ályktar um mál LBHÍ

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti ályktun á fundi sínum þann 12. desember síðastliðinn þar sem mótmælt er harðlega þeim áformum, að leggja stjórn Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri undir Háskóla Íslands. Ályktunin sveitarstjórnar er svohljóðandi: „Sveitarstjórn Borgarbyggðar ítrekar enn mikilvægi þess að Landbúnaðarháskóli Íslands haldi sjálfstæði sínu og að skólanum verði tryggðar fjárveitingar til að geta sinnt hlutverki sínu áfram sem sjálfstæður skóli. …

Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða

Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2014 sýnir að rekstur sveitarfélagsins er traustur. Þar kemur fram að rekstarniðurstaða er jákvæð, skuldir halda áfram að lækka og sköttum og þjónustugjöldum er að mestu haldið óbreyttum. Álagningaprósenta fasteignaskatts og lóðaleigu er óbreytt, sömuleiðis öll gjöld er tengjast félagsþjónustu, grunn-,leik- og tónlistarskólum sem og æskulýðs- og tómstundamálum. Auknu fjármagni verður varið til viðhalds eigna, gatna …

Lay Low í Landnámssetri

Fimmtudaginn 12. desember verður Lay Low með tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Á tónleikunum mun Lay Low njóta fulltingis hljómsveitar sinnar sem skipuð er þeim Birki Hrafni Gíslasyni og Bassa Ólafssyni. Um upphitun sér Snorri Helgason og hefjast tónleikarnir kl. 21.00.    

Upplestur á prjóna-bókakaffi í Snorrastofu

Sigrún Elíasdóttir verður gestur kvöldsins á prjóna-bókakaffi í bókhlöðu Snorrastofu í kvöld kl. 20.00. Sigrún les úr nýrri bók sinni, „Kallar hann mig, kallar hann þig“. Bókin fjallar um afa Sigrúnar, Jóhannes Arason frá Seljalandi í Gufudalssveit. Einnig verður kynnt bókin „Héraðsskólar Borgfirðinga“ eftir Lýð Björnsson en Snorrastofa gefur bókina út. Allir velkomnir.    

Björgunarsveitin Heiðar selur jólatré

Björgunarsveitin Heiðar verður með jólatrjáasölu í samvinnu við Skógræktarfélag Borgarfjarðar í Grafarkotsskógi laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. des. kl. 12.00 – 16.00. Björgunarsveitarmenn verða á staðnum og aðstoða fólk við að velja sér jólatré og fella það. Þeir munu svo sjá um að pakka trjánum. Grafarkotsskógur er við þjóðveg 1 milli BSRB Munaðarnes og Bifrastar.  

Lægri þrýstingur á heita vatninu

Vegna tenginga nýs kafla í Deildartunguæðinni verður lægri þrýstingur hitaveitu á Vesturlandi í dag, miðvikudaginn 11. desember. Þetta er síðasta lokun fyrir veituna vegna framkvæmda við endurnýjun á þessum vetri. Um er að ræða tengingu á 1.400 metra stálkafla við Neðri-Hrepp og Skeljabrekku. Til þess að spara vatn verður þrýstingur lækkaður á dreifikerfunum á Akranesi og Borgarnesi frá um kl. …