Samþykkt breytt deiliskipulag fyrir Fossatún, verslunar- og þjónustusvæðis í Borgarbyggð.

mars 14, 2014
Sveitarstjórn samþykkti 13. febrúar 2014 breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossatún, verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Eftir auglýsingu var samþykkt neðangreind breyting samkv. skipulagsuppdrætti og greinargerð dags. 29.11 2013 með síðari breytingum dags. 03.02.2014 sbr. ósk eigenda.
Sjá hér
Breytingar fela í sér að byggingarreitum fjölgar úr 4 í 5 og verða stækkaðir þannig að hægt sé að færa til byggingar innan byggingarreitsins, byggingarmagn minkar hins vegarum 26 fermetra.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Lulu Munk Andersen
skipulags- og byggingarfulltrúi
 
 

Share: