“Ljósið í myrkrinu” – sýning í Safnahúsi

mars 18, 2014
Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur nú yfir sýning um Þórð Jónsson (1874-1962) frá Mófellsstöðum. Þórður var stórmerkur maður og afrek hans kraftaverki líkust. Ljós hans í myrkrinu var að geta smíðað vandaða og nytsama gripi þrátt fyrir algert sjónleysi frá unga aldri.
Sýningin er í anddyri bókasafns. Þar má sjá smíðisgripi Þórðar, muni úr eigu hans, ljósmyndir og fróðleik.
Veitt er leiðsögn í Safnahúsi ef óskað er.
 

Share: