Sveitarstjórn samþykkti 13. febrúar 2014 deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Eftir auglýsingu var samþykkt breyting á skipulagsuppdrætti og greinargerð dags. 12.11 2013 með síðari breytingum dags. 04.02.2014 sbr. ósk eigenda.
Sjá hér
Deiliskipulagið er samþykkt með breytingu á staðsetningu byggingarreits, aukningu byggingarmagns úr 1.300 í 1.800 fermetra, hótelherbergjum fækkar úr 38 í 36 og byggingarskilmálar breytast úr einnar hæðar húsi í einnar hæða hús með kjallara undir miðkjarna. Breytingin hefur ekki í för með sér skerðingu á útsýni fyrir sumarbústaðeigendur miðað við auglýsta tillögu. Aukning byggingarmagns felur meðal annars í sér að allt að 220 fermetrar séu á neðri hæð hússins.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.