Leikur að litum – sýning í Safnahúsi

Laugardaginn 8. febrúar opnaði ný sýning í Hallsteinssal í Safnahúsi Borgarfjarðar, málverkasýning frístundamálarans Jóhönnu L. Jónsdóttur. Jóhanna var forstöðukona Listasetursins Kirkjuhvols á Akranesi í mörg ár og átti mikinn þátt í uppbyggingu þess. Hún nam flísamálun hjá Tessera Designs í London á árunum 1986-1995 og stundaði nám við Myndlistaskóla Mosfellsbæjar árið 2010. Þetta er fjórða einkasýning Jóhönnu, en hún hefur …

Breytingar á sorphirðu framundan

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að breyta skipulagi sorphirðu í sveitarfélaginu í samræmi við tillögur starfshóps frá því í mars 2013. Þá verður sorphirða í þéttbýli og dreifbýli með sambærilegum hætti.   Breytingarnar verða í grófum dráttum eftirfarandi: – Öll heimili í dreifbýli fá tunnu fyrir almennan úrgang í júní 2014. Úrgangur úr henni verður hirtur á tveggja til þriggja vikna …

Fróðleiksfundur um skattamál

Fimmtudaginn 6. febrúar, heldur KPMG í Borgarnesi fróðleiksfund um skattamál ferðaþjónustunnar. Fundurinn verður haldinn að Bjarnarbraut 8, neðri hæð í húsnæði Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og byrjar kl. 16.00. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti frá kl. 15.45. Þátttaka er án endurgjalds.  

Þreksalur lokar vegna endurbóta

    Vegna stækkunar og endurbóta verður þreksalur íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi lokaður frá og með miðvikudeginum 29. janúar. Auk stækkunar verður skipt um gólfefni í salnum, hann málaður og jafnvel er von á nokkrum nýjum tækjum. Áætlað er að þreksalurinn verði lokaður í a.m.k. fjórar vikur.  

Fjör í skólabúðum á Reykjum

Dagana 13.-17. janúar voru nemendur 7. bekkja grunnskóla í Borgarbyggð í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði. Þar unnu krakkarnir verkefni sem meðal annars tengdust fjármálum, íþróttum og náttúrufræði. Um 100 krakkar voru í Reykjaskóla þessa viku en auk Borgfirðinganna voru krakkar frá, Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, Laugagerðisskóla, Auðarskóla og Árskóla. Í Reykjaskóla mynduðust góð tengsl milli nemenda og varð mikil og …

Vinnufundur UMFÍ í Hjálmakletti

Niðurstöður vinnuhópa á Stefnumótandi ráðstefnu um landsmót UMFÍ, sem haldin var á Húsavík í maí 2013 má lesa hér.  

Góður fundur með fjármálaráðherra

  Bjarki, Bjarni og Óðinn rýna í kort af svæðinu_shv   Mikil umræða hefur verið í sveitarfélaginu um þjóðlendumál eftir að ríkið lagði fram kröfur sínar um þjóðlendur á svæðinu (svæði 8b). Þeir Björn Bjarki Þorsteinsson formaður byggðarráðs og Óðinn Sigþórsson sem hefur haldið utan um málið af hálfu Borgarbyggðar og annarra landeigenda áttu nýverið fund með Bjarna Benediktssyni fjármála- …

Álagningu fasteignagjalda lokið

Álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð fyrir árið 2014 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, …

Fjárhagsáætlun 2014

  Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2014 er komin á netið. Fjárhagsáætlunina má skoða hér.  

Lýsing fyrir deiliskipulagstillögu – Húsafell 6 og 7

Lýsing fyrir gerð tillögu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7, Borgarbyggð. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa lýsingu vegna deiliskipulags fyrir íbúðarhús, Húsafell 6 og 7 skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að afmarka 3,39 hektara lóð og staðsetja tvo byggingarreiti fyrir íbúðarhús. Lýsingin liggur frammi í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá …