Hnoðraból – leikskólakennari

apríl 29, 2014
Við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal eru lausar stöður leikskólakennara frá og með 1. júní og 7. ágúst n.k. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara.
Leikskólinn Hnoðraból er einnar deildar leikskóli.
Þar eru að jafnaði 19 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 6-7 starfsmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara:
• Leikskólakennaramenntun
• Færni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
• Ef ekki fæst leikskólakennari kemur til greina að ráða
starfsmenn með háskólapróf eða aðra
uppeldismenntun og/eða reynslu
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar
sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem
ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila
sakavottorði.
Umsóknarfrestur er til 9. maí 2014
Einnig vantar starfsmann í afleysingu frá og með 1. maí og fram á haustið, 100% starf
Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri,
í síma 433-7180 eða 862-0064, eða í tölvupósti; sjofn@borgarbyggd.is
 
 

Share: