Landið sem þér er gefið – sýning í Safnahúsi

apríl 22, 2014

Sýning um Guðmund Böðvarsson

Safnahús Borgarfjarðar boðar til hátíðardagskrár og opnunar sýningar um skáldið á Kirkjubóli á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl.
Þar mun Böðvar Guðmundsson segja frá föður sínumog nemendur Tónlistarskólans flytja tónlist við textaGuðmundar, að mestu frumsamda. Einnig verða sýnd myndverk sem nemendur í grunnskólum héraðsins hafa gert við texta skáldsins.

Opnunardagskrá verður í salnum á neðri hæð Safnahúss og hefst kl. 13.00. Hún tekur um 1 klst. og að henni lokinni verður sýningin opnuð á efri hæðinni.
Kaffiveitingar í lok dagskrár, ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

 

Share: