Fyrsti sameiginlegi safnadagurinn á Vesturlandi verður Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl. Söfn, sýningar og setur á Vesturlandi verða opin þennan dag og aðgangur verður ókeypis.
Safnadeginum er ætlað að vekja athygli heimamanna og gesta þeirra á fjölbreyttu starfi safna, setra og sýninga í landshlutanum auk þess að efla sögu og menningartengda
ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar um opnunartíma á er að finna á heimasíðum safnanna og á www.vesturland.is