Sveitarstjórn samþykkti 13. febrúar 2014 deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Húsafelli. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga 123/2010. Eftir auglýsingu var samþykkt breyting á skipulagsuppdrætti og greinargerð dags. 12.11 2013 með síðari breytingum dags. 04.02.2014 sbr. ósk eigenda. Sjá hér Deiliskipulagið er samþykkt með breytingu á staðsetningu byggingarreits, aukningu byggingarmagns úr 1.300 í 1.800 fermetra, hótelherbergjum …
Skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar sorpförgunar og efnistöku við Bjarnhóla í landi Hamars
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar 2014 að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi frá 14. mars 2014 til 31. mars 2014 og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 31. mars 2014 annað hvort …
Tónleikum frestað – Eellen og Eyþór
Tónleikum með Ellen Kristjánsdóttur, Eyþóri Gunnarssyni og dætrum sem vera áttu í Landnámssetrinu föstudagskvöldið 14. mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Eyþór, sem er einn af meðlinum Mezzoforte, verður að spila við afhendingu tónlistarverðlauna í Hörpu þetta sama kvöld. Þau munu halda tónleika í Landnámssetri síðar og verða þeir auglýstir þegar nær dregur.
Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum
Alma ÓmarsdóttirÞriðjudaginn 11. marsflytur Alma Ómarsdóttir fyrirlestur um vinnuheimilið, sem starfrækt var á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal á heimsstyrjaldarárunum 1941-1942. Fyrirlesturinn verður í Hátíðarsal Snorrastofu í Reykholti og hefst kl. 20.30. Alma lauk á sínum tíma meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands og hafði samskipti stúlkna við erlenda hermenn á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar á Íslandi að viðfangsefni og hvernig …
Hjálparsími Rauða krossins – 1717
Hálparsíminn sem úrræði í íslensku samfélagi Þegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líða illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um …
„Ert’ ekki að djóka (elskan mín)? – frumsýning í Logalandi
Beit helvítið hann Sighvatur?Undanfarnar vikur hafa félagar í Ungmennafélagi Reykdæla æft revíuna Ert´ekk´að djóka (elskan mín)? eftir Bjartmar Hannesson kúabónda og söngvaskáld frá Norðurreykjum í Hálsasveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjónustubænum Efri-Bæ, þar sem sjaldnast er einhver lognmolla. Einnig er litið við í fjósinu á Neðri-Bæ þar sem eftirlitsmaður frá þannig eftirlitsstofnun kemur og …
Kjördagur sveitarstjórnarkosninga
Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum. Hér að neðan má sjá auglýsingu um sveitarstjórnarkosningarnar: Sveitarstjórnarkosningar 2014 Á grundvelli 1. mgr. 1. …
„Nótan“ í Hjálmakletti
Sameiginlegt vekefni Tónlistarskóla á Íslandi kallast „Nótan“ og er uppskeruhátíð skólanna. Nemendur frá tónlistarskólum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Húnaþingi vestra halda tónleika í Hjálmakletti 8. mars næstkomandi kl. 13.30. Þátttakendur koma frá 10 tónlistarskólum að þessu sinni. Flutt verða fjölbreytt verk úr ýmsum áttum. Nemendur í grunn- mið- og framhaldsstigi koma einnig fram og í lok tónleikanna fá nemendur viðurkenningu …
Fundur byggðarráðs nr. 300
Í dag var haldinn 300. fundur byggðarráðs Borgarbyggðar og í tilefni þessara tímamóta var breytt út af venjunni og fundurinn haldinn í Ásgarði á Hvanneyri. Á fundinum var m.a. farið yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á vegum sveitarfélagsins á árinu og samþykkt starfsáætlun í atvinnu-, markaðs og menningarmálum. Á meðfylgjandi mynd er byggðarráðið ásamt starfsmönnum og Ágústi Sigurðssyni rektor …
Íbúafundur um skipulagsmál
Þriðjudaginn 4. mars verður haldinn íbúafundur um skipulagsmál í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst hann kl. 20,00. Á fundinum verður kynning á tillögu að nýju deiliskipulagi í gamla miðbænum í Borgarnesi. Þá verða einnig kynntar framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru árið 2014 varðandi stígagerð við svokallaðan „söguhring“ í neðri bænum í Borgarnesi. Einnig verða kynntar framkvæmdir við Borgarneshöfn sem eru á …