Styrkur til Uglukletts – góð geðheilsa gulli betri

maí 14, 2014
Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2014. Leikskólinn Ugluklettur í Borgarnesi fékk úthlutað 500.000 kr. til verkefnisins “Heilsueflandi leikskóli – Jákvæð sálfræði í leikskólastarfi”. Styrkinn á að nýta til að innleiða geðræktarkaflann í verkefninu Heilsueflandi leikskóli og til að auka enn frekar þekkingu á sviði Jákvæðrar sálfræði. Lýðheilsusjóður er á vegum Landlæknisembættisins.
 
 

Share: