Framboðsfundir í Borgarbyggð

maí 14, 2014
Framboðsfundir í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí n.k. verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
 
Mánudaginn 19. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Lindartungu
Þriðjudaginn 20. maí kl. 20.30 í félagsheimilinu Logalandi
Miðvikudaginn 21. maí kl. 20.00 í Hjálmakletti í Borgarnesi
Á fundunum verða öll framboð með framsögu. Að þeim loknum verða pallborðsumræður með fulltrúum framboðanna þar sem fundarmönnum gefst kostur á bera upp fyrirspurnir úr sal.
Fundunum lýkur á „hraðstefnumóti“ við kjósendur.
Kjósendur eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér stefnumál framboðanna.
Frambjóðendur
 
 

Share: