Umhverfisviðurkenningar 2014

maí 13, 2014
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mun veita umhverfisviðurkenningar í fjórum flokkum í ár. Íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningar um hverjir eigi að hljóta viðurkenningar í hverjum flokki. Vinsamlega sendið tilnefningar til Bjargar Gunnarsdóttur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa í bréfi eða á netfangið bjorg@borgarbyggd.is fyrir 31. júlí 2014.
Sjá auglýsingu hér.
 

Share: