Dagforeldra vantar til starfa

Dagforeldra vantar til starfa í Borgarbyggð. Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907/2005, um daggæslu barna í heimahúsum. Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Fræðslunefnd Borgarbyggðar veitir leyfi. Sótt er um leyfi hjá sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs, Aldísi Örnu Trygggvadóttur (aldisarna@borgarbyggd.is). Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.      

Ekki boðið upp á matjurtagarða í ár

Undanfarin ár hefur Borgarbyggð boðið matjurtagarða til leigu í Borgarnesi. Nú hefur verið ákveðið að sveitarfélagið hætti að leigja matjurtagarða og því verður fólk að snúa sér annað með ræktun sína í sumar.  

Skýrsla sveitarstjóra í apríl

Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á 126. fundi sveitarstjórnar síðastliðinn þriðjudag.   Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Meðal þess sem fram kom í máli sveitarstjóra og samþykkt var síðar á fundinum er að sveitarfélagið mun fá til liðs við sig ráðgjafa á sviði fjármála og fræðslumála í þeirri hagræðingarvinnu …

Safnahús og Tónlistarskólinn – árangursríkt samstarf

Um 300 manns mættu á sýningaropnun og tónleika í Safnahúsinu í Borgarnesi í gær, á hátíð í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar flutti ávarp og nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar fluttu verk sem þeir hafa samið í vetur undir handleiðslu kennara sinna. Efniviður verkanna voru textar eftir fjórar konur frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Þetta er í þriðja …

Gámastöðin Sólbakka – breyttur opnunartími á laugardögum

  Opnunartími gámastöðvarinnar á Sólbakka í Borgarnesi breytist frá og með laugardeginum 2. maí næstkomandi. Þá verður gámastöðin opin frá kl. 10.00 – 14.00 og verður svo á laugardögum framvegis. Opnunartími virka daga breytist ekki.  

Búsetuþjónusta fatlaðra í Borgarnesi – starfsfólk óskast

Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Um er að ræða tvö störf, annars vegar á morgun-, kvöld- og helgarvaktir og hinsvegar á næturvaktir. Bæði störfin eru ótímabundin og þurfa viðkomandi starfsmenn að geta hafið störf í maí. Umsækjandi …

Sumarafleysingar í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar

Laus eru til umsókna störf við íþróttamiðstöðvar/sundlaugar Borgarbyggðar í sumar. Okkur vantar bæði karl og konu í 75% störf á Kleppjárnsreykjum. Karl og konu í 75-100% störf á Varmalandi og karl og konu í 100% störf í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.   Unnið er á vöktum. Umsækendur þurfa að vera orðinir 18 ára og standast hæfnispróf fyrir laugaverði, vera stundvísir og …

Tafir á sorplosun

Vegna þungatakmarkana á vegum í Borgarbyggð verða enn meiri tafir á losun sorps í dreifbýli. Fólk er beðið um að sýna þessu skilning og beðist er velvirðingar á töfum sem orðið hafa undanfarið. Af ýmsum ástæðum hefur dregist að klára söfnun á rúlluplasti en vonast er til að það takist fyrir lok þessarar viku eða í byrjun næstu ef bílarnir …

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands í eftirfarandi verkefni:   1. Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2. Verkefnastyrkir á sviði menningar 3. Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála   Styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga.   Frestur til að skila umsóknum er til 22. apríl 2015. Nánari upplýsingar um sjóðinn …