Hvalfjarðardagar verða haldnir helgina 28. – 30. ágúst n.k., sjá dagskrá hér: https://www.facebook.com/events/885315898223185/ Þar verða m.a. flutt tvö stutt erindi á vegum Safnahúss; á Hlöðum, kl. 17.00 á föstudeginum, bæði tengd sýningunni Gleym þeim ei, sem sett var upp í Safnahúsi í vor og fjallar um íslenskar konur. Erindin flytja Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss og einn hollvina Safnahúss, Þóra Elfa Björnsson. Sjá nánar á heimasíðu Hvalfjarðardaga:
http://www.hvalfjardardagar.is
http://www.hvalfjardardagar.is