Sundlaugin í Borgarnesi verður lokuð frá klukkan 10:00 til 12:00 um óákveðinn tíma föstudaginn 8. maí vegna viðgerða á sturtum. Nánari upplýsingar í síma 433-7140
Dagforeldra vantar til starfa í Borgarbyggð
Mikil þörf er fyrir þjónustu dagforeldra á skólasvæði leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal og í Borgarnesi. Dagforeldrar starfa samkvæmt reglugerð nr. 907/2005, um daggæslu barna í heimahúsum. Vakin er athygli á því að starfsemi dagforeldra er leyfisskyld. Fræðslunefnd Borgarbyggðar veitir leyfi. Sótt er um leyfi hjá sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs á netfanginu aldisarna@borgarbyggd.is. Nánari upplýsingar veitir Aldís Arna Tryggvadóttir í síma …
Tökum til hendinni
Umhverfisnefnd Grunnskólans í Borgarnesi stendur nú annað árið í röð fyrir umhverfisátaki vikuna 11.-15. maí. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi, Menntaskóla Borgarfjarðar og leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts munu taka til í sínu nánasta umhverfi þessa viku. Starfsfólk Ráðhússins, Lionsklúbburinn Agla og Hollvinasamtök Borgarness hafa einnig ákveðið að taka þátt í átakinu og Borgarbyggð mun koma fyrir gámum þar sem …
Kolfinna heiðursgestur á landsþingi Powertalk
30. landsþing POWERtalk á Íslandi var haldið á Hótel Hamri nú í byrjun maí. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar var heiðursgestur þingsins og flutti ávarp við setningu þingsins. Hægt er að fræðast um þingið og samtökin á heimasíðu þeirra http://powertalk.is/.
Fréttabréf Tónlistarskólans
Fréttabréf Tónlistarskóla Borgarfjarðar, maí 2015, er komið út. Fréttabréfið má lesa hér.
Stuttmyndanámskeið í Óðali
Stuttmyndanámskeið Óðals fyrir nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskólum Borgarbyggðar. Námskeiðið hefst þann 11. maí og verður í fjögur skipti (11., 13., 18., og 20. maí) frá kl 17:00 – 20:00. Á námskeiðinu verður hægt að fá kennslu við ýmislegt –• heimilda(stutt)mynd, • stop motion, • leikna stuttmynd, • tónlistarmyndband, • handritagerð,• plaggatgerð,• o.fl.Einnig ef nemandi …
Yfirlit reikninga
Vakin er athygli á að nálgast má yfirlit yfir alla reikninga sem gefnir eru út af Borgarbyggð inni á island.is. En þar má meðal annars nálgast sundurliðun reikninga vegna UMSB, tónlistarskóla, mötuneytis, fasteignagjalda og margt fleira. Sjá nánar: https://innskraning.island.is/?id=borgarbyggd.is
Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Mikið fjölmenni var á tónleikum skólans í Safnahúsi á sumardaginn fyrstaNú eru vorverkin í Tónlistarskóla Borgarfjarðar í fullum gangi og hafa próf staðið yfir í skólanum síðustu dagana. Vikuna 11.-14. maí verða vortónleikar skólans og á tónleikunum munu nemendur einnig fá afhent prófskírteinin/viðurkenningarskjöl. Vortónleikarnir (einkuknnaafhending) verða : Mánudag 11. maí kl. 16:30 Forskólanemendur með samverustund í stofu 7 í …
Sumaropnun Safnahússins
Þann 1. maí tók gildi sumaropnunartími sýninga í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sýningar verða opnar alla daga klukkan 13:00-17:00, helgidaga jafnt sem virka daga. Afgreiðslutími bókasafns er óbreyttur, klukkan 13:00-18:00 virka daga svo einnig er hægt að sjá sýninguna Gleym þeim ei til kl. 18:00 virka daga, en hún er á sömu hæð og bókasafnið. Sjá nánar á vef Safnahússins: www.safnahus.is. …
Íþróttamiðstöðin lokar fyrr í dag og lokað á morgun
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi lokar kl. 20.00 í kvöld, fimmtudaginn 30. apríl. Lokað verður í öllum íþróttamiðstöðvum og sundlaugum Borgarbyggðar á morgun, 1. maí.