Borgarbyggð auglýsir eftir sálfræðingi, talmeinafræðingi og dagforeldrum

september 15, 2015
 
Sálfræðingur – Starfshlutfall er 50 – 100%.
Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Forvarnarstarf til að stuðla að velferð barna og ungmenna
 • Snemmtækt mat á stöðu nemenda, greining og ráðgjöf
 • Ráðgjöf til foreldra og barna
 • Stuðningur við starfsemi og starfshætti í skólum með ráðgjöf og fræðslu
 • Greining og meðferð vegna barnaverndarmála
 • Önnur teymisvinna á fjölskyldusviði

Hæfniskröfur

 • Löggildur sálfræðingur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi
 • Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum

Talmeinafræðingur – Starfshlutfall er 50-100%.
Verkefni og ábyrgðarsvið
· Fagleg forysta í málþroska og læsi barna og ungmenna
· Snemmtækt mat á stöðu nemenda, ráðgjöf og fræðsla
· Ráðgjöf til foreldra og barna
· Stuðningur við starfsemi og starfshætti í skólum með ráðgjöf og fræðslu

 • Önnur teymisvinna á fjölskyldusviði

Hæfniskröfur

 • Löggildur talmeinafræðingur

· Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu starfi
· Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum
Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Dagforeldrar
Verkefni og ábyrgðarsvið
· Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
· Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
· Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
· Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni
Hæfniskröfur
· Skal ekki vera yngri en 20 ára
· Heilsuhraustur
· Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
· Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
· Aðgangur að útileiksvæði
Möguleiki er á húsnæði fyrir dagforeldra sem vilja starfa á Bifröst.
Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.
 
 
Umsóknafrestur er til og með 25. september 2015.
Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.
 
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið annamagnea@borgarbyggd.is. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Share: