Blandaðu flandrið

september 14, 2015
 
 
 
 
 
 
 
 
Evrópska samgönguvikan 16. -22. september er átak um bættar samgöngur. Yfirskrift vikunnar að þessu sinni er Veljum. Blöndum. Njótum. Markmið með átakinu er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota fjölbreyttari ferðamáta í sínu daglega lífi, s.s. að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í bland við einkabílinn.
Engum dylst að einkabíllinn er nauðsynlegur og ekki er verið að hvetja fólk til að umbylta ferðahegðun sinni, heldur taka fyrsta skrefið og leiða hugann að vistvænum samgöngum.
 
Samgöngur valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda og vegur notkun einkabílsins þungt í þeirri losun. Með fjölbreyttari ferðamáta og fækkun ferða einkabílsins er stuðlað að minni losun til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir auk þess sem vistvænar samgöngur hafa góð áhrif á heilsuna.

Borgarbyggð vekur athygli á átakinu og hvetur íbúa sína til að blanda flandrið vikuna 16.-22. september.
 
Á sama tíma eru akandi íbúar hvattir til að huga sérstaklega að gangandi og hjólandi í umferðinni; að nema staðar við gangbrautir og sýna gangandi og hjólandi svigrúm og virðingu. Við upphaf skólaárs eru margir nýjir vegfarendur á ferð í umferðinni sem ber að hugsa sérstaklega til.
 
Nánari upplýsingar um evrópska samgönguviku er að finna hér http://www.mobilityweek.eu/

Share: