Þau leiðu mistök áttu sér stað að Borgarbyggð sendi út innheimtubréf á kröfur sem ekki voru komnar á eindaga. Í innheimtubréfunum kemur fram að gjalddagi sé 31.03.´15 en réttur gjalddagi er 15.04.´15 og því var eindagi 15.05.´15. Þessar kröfur voru því ekki komnar á eindaga þegar innheimtubréfin voru gefin út þann 12.05.´15. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Lokun vegna verkfalls
Vegna verkfalla stefnir í að mötuneyti Grunnskólans í Borgarnesi á Hóteli Borgarnesi verði lokað á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Nemendur þurfa því að koma með hollt og gott nesti þessa daga. Ef verkfall leysist helst allt óbreytt. Nánari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason starfandi skólastjóri.
Starfsgreinasambandið frestar frekari verkföllum
Verkföllum sem áttu að koma til framkvæmda 19., 20. og 26. maí hefur verið frestað. Fyrri frétt um hugsanlega lokun mötuneytis Grunnskólans í Borgarnesi í næstu viku er því hér með dregin til baka. Mötuneytið mun starfa í næstu viku. Sjá nánar um kjaraviðræður Starfsgreinasambandsins og viðsemjenda á vef Skessuhorns.
Lausar stöður sálfræðings og forstöðumanns búsetu
Borgarbyggð auglýsir til umsóknar eftirfarandi stöður: Sálfræðingur 100% starf sem skiptist í tvo hluta; 70% í félagsþjónustu og barnavernd og 30% í þjónustu við leikskóla Forstöðumaður Búsetuþjónustu 100% starf Sjá auglýsingu um störfin hér.
Velkomin – Welcome – Witajcie
NÝBÚAR – Íbúar Boðað er til opins umræðufundar um málefni nýbúa fimmtudaginn 21. maí kl. 20 í Hjálmakletti. Hvernig viljum við taka á móti nýjum íbúum í Borgarbyggð – innlendum sem erlendum? Við viljum fá að heyra þína skoðun. Hvað finnst þér? Hvað er verið að gera vel? Hvað þarf að gera betur? Vinnuhópur um stefnumótun í málefnum nýbúa. …
Sumarfjör 2015
Í sumar verður Sumarfjör fyrir börn í 1.-7. bekk. Starfsstöðvar verða í Borgarnesi, á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Boðið verður upp á leiki, gönguferðir, listasmiðjur og kynntar verða ýmsar íþróttagreinar. Nánari upplýsingar um tíma og verð má finna hér.
Vinnuskóli Borgarbyggðar – lausar stöður flokksstjóra
Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2015 Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi. Í starfinu felst m.a. að leiðbeina og kenna öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Vinnutímabilið er að lámarki 8 vikur og byrjar 1. júní. Laun eru samkvæmt kjarasamningum …
Sveitarstjórnarfundur 15 maí 2015
FUNDARBOÐ 127. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í stóra fundarsal í Ráðhúsi, föstudaginn 15. maí 2015 og hefst kl. 13:00 Dagskrá: Almenn mál 1. 1504016 – Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2014
Skipulagsauglýsing – skotæfingasvæði í landi Hamars
Aðalskipulagstillaga – Skotæfingasvæði í landi Hamars Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna skotæfingasvæðis í landi Hamars. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð, en fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðisins úr landbúnaði í íþróttasvæði. Reið- og gönguleið sem liggur að svæðinu verður skilgreind sem vegur og …
Undirritun húsaleigusamnings milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar
Á Stórsýningu Rafta Bifhjólafélags Borgarfjarðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar sem haldinn var laugardaginn 9. maí með miklum glæsibrag var undirritaður húsaleigusamningur milli Borgarbyggðar og Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Samningurinn felur í sér að Fornbílafjelag Borgarfjarðar leigir þann hluta húsnæðis í Brákarey þar sem fjárrétt og gúanó var áður til húsa, samtals 1.646 m² og munu fulltrúar félagsins sinna viðhaldi húsanna eftir bestu getu. …