Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð

september 22, 2015
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulag:
Ölvaldsstaðar II – breytt aðalskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 20. maí 2015 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022.
Í breytingunni felst breyting á landnotkun úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði og er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 5. maí 2015.
Tillagan verði auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2015 skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillöguna má sjá hér.
Ölvaldsstaðar II – nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 20. maí 2015 að auglýsa deiliskipulag fyrir Ölvaldsstaði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 5. maí 2015 og felar meðal annars í sér skipulag fyrir 22 frístundalóðir og útivistarsvæði.
Tillagan verði auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember 2014, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Munaðarnes 1. áfangi – breytt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 21. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, áfangi 1. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagssvæði verði sameinuð og bætt verði við fimm lóðum. Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. febrúar 2015.
Deiliskipulagi verði auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Munaðarnes 2. áfanga – breytt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkti 21. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Munaðarnes, áfangi 2. Í breytingunni felst meðal annars að tvö skipulagssvæði verði sameinuð og bætt verði við tiu lóðum við Jötnagarðsás, afmakaðar fjórar stakar lóðir, skilgreint útivistarsvæði og göngustígar. Deiliskipulagið er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. febrúar 2015.
Deiliskipulagi verði auglýst frá 23. september til og með 3. nóvember skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kynningarfundur fimmtudaginn 1. oktober í Ráðhúsi Borgarbyggðar kl. 19.00 til 20.00
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, frá og með 23. september 2015.
Athugasemdir eða ábendingum skal skila fyrir 3. nóvember 2015 annað hvort í ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflega.
 
 

Share: