Sveitarstjórn samþykkti 13. ágúst 2015 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022.
Breytingin felst í að landnotkun á lóðunum Jaðar 9, 16,17 og 24 verði breytt úr landbúnaði í frístundasvæði. Skipulagið nær yfir um 64,2 ha land: Jaðar 9 (5,5 ha), Jaðar 16 (5,6 ha), Jaðar 17 (40 ha) og Jaðar 24 (13,1 ha). Gert er ráð fyrir allt að 146 lóðum á svæðinu.
Lýsingin verður auglýst frá 23. september til og með 2. október 2015 skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsinguna má sjá hér.
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 1. oktober í Ráðhúsi Borgarbyggðar kl. 19.00 til 20.00.
Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 23. nóvember 2015.
Athugasemdir eða ábendingum skal skila fyrir 2. október 2015, ýmist í ráðhús Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflegar.