Laus staða tölvuumsjónarmanns hjá Borgarbyggð

Laust er til umsóknar 80% starf tölvuumsjónarmanns. Brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Tölvuumsjónarmaður sinnir daglegri notendaþjónustu og kerfisstjórn í grunnskólum, leikskólum og öðrum stofnunum sveitarfélagsins. · Umsjón og rekstur á Windows netþjónum ásamt umsýslu með Office365. · Uppsetning á vél-, hug- og jaðarbúnaði. · Umsjón með tölvum og öðrum vélbúnaði. · Innkaup og ráðgjöf vegna vél- …

Skýrslur um rekstur og skipulag fræðslumála og eignir

Á fundi sveitarstjórnar 20. maí sl. var skýrsla starfshóps um rekstur og skipulag fræðslumála lögð fram ásamt skýrslu starfshóps um eignir. Frá þeim tíma hafa borist athugasemdir og ábendingar um það sem betur mætti fara. Skýrsla um rekstur og skipulag fræðslumála hefur verið yfirfarin með hliðsjón af þeim ábendingum.   Hér er hægt að nálgast skýrslu um rekstur og skipulag …

Grunnskóli Borgarfjarðar – kennari

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir umsjónarkennara á unglingastigi Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfsstöðva grunnskóli með rúmlega 200 nemendur. Starfsstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Laus er staða umsjónarkennara á unglingastigi í Kleppjárnsreykjadeild næsta skólaár. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS.   Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og …

Starfsmaður í félagsþjónustu

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf í félagsþjónustu. Starfshlutfall er 70% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Verkefni Vinna í barnaverndarmálum. Þjónusta við fólk með fötlun; ráðgjöf og meðferð. Ráðgjöf og þjónusta við börn og fjölskyldur. Handleiðsla starfshópa. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. sálfræði, félagsráðgjöf. Reynsla af vinnu í barnavernd og/eða félagsþjónustu. Þekking og reynsla …

Laus staða leikskólastjóra í Andabæ á Hvanneyri

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf leikskólastjóra Andabæjar á Hvanneyri. Starfshlutfall er 100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst. Leikskólastjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu Borgarbyggðar. Leikskólastjóri veitir skólanum faglega forstöðu og ber ábyrgð á rekstri skólans. Menntunar- og hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun. Reynsla af stjórnun leikskóla. …

Laus staða – skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi

Staða skólastjóra við Grunnskólann í Borgarnesi er laus til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á árangur og vellíðan nemenda í góðu samstarfi við starfsmenn. Grunnskólinn í Borgarnesi er skóli með um 300 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Starfsemi skólans skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, …

Laust staða – sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Við leitum að öflugum leiðtoga í stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Sviðsstjóri hefur yfirumsjón með fræðslumálum, félagsþjónustu og íþrótta- og tómstundamálum. Verkefni og ábyrgðarsvið: Yfirumsjón með gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir sviðið og stofnanir þess Yfirstjórn stofnana sem heyra undir sviðið Vinnur að stefnumótun og mannauðsmálum fyrir sviðið og stofnanir þess Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem í …

Leikskólinn Hnoðraból – skemmtilegt starf

Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólann Hnoðraból, Grímsstöðum frá og með 6. ágúst n.k.,um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara. Í leikskólanum dvelja að jafnaði 20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 7starfsmenn. Áhersluatriði í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, heilsuefling og umhverfismennt.   Hæfniskröfur: Leyfisbréf sem leikskólakennari Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum Frumkvæði …

Fulltrúi á umhverfis- og skipulagssvið

Hrafnhildur Tryggvadóttir hefur verið ráðin fulltrúi á umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar. Hrafnhildur hefur lokið BS námi frá Landbúnaðarháskóla Íslands í Náttúru-og umhverfisfræði með áherslu á náttúrunýtingu. Hún hefur töluverða þekkingu á umhverfis-og skipulagsmálum meðal annars gegnum störf hjá UMÍS ehf, Environice Umhverfisráðgjöf Ísland og hjá Upplýsinga-og kynningarmiðstöð Vesturlands.