Snjómokstur

desember 4, 2015
Nú er vetrarríki í Borgarbyggð og samkvæmt veðurspá má eiga von á hressilegum vetrarkafla. Skipulag snjómoksturs tekur meðal annars tillit til veðurspár og ef von er á illviðrum og/eða snjóþyngsli eru mikil má búast við að mokstur geti tafist jafnt í dreifbýli og þéttbýli.

Samþykktar hafa verið viðmiðunarreglur um snjómokstur í dreifbýli, með það að markmiði að tryggja eins góða þjónustu og kostur er á öllu svæði sveitarfélagsins. Um er að ræða reglur til viðmiðunar og þarf að hafa í huga að fyrirbæri eins og íslenskt veðurfar fylgir ekki neinum reglum.
 
Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að huga að snjóhengjum sem geta myndast á húsþökum og eru íbúar beðnir að moka snjó frá sorpílátum til að sorphirðufólk eigi auðvelt aðgengi að ílátum. Íbúar í dreifbýli eru beðnir að huga að því plássi sem skólabíll þarf til að snúa við á bæjarhlöðum og að lokum eru foreldrar hvattir til að kynna fyrir börnum sínum þá hættu sem felst í að vera að leik í snjóhaugum sem myndast vegna snjómoksturs.
 
 

Share: