Mjög slæm veðurspá er næstu sólahringa fyrir landið allt. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með veðri og færð og vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Einnig er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að koma í veg fyrir vatnstjón, festa sorptunnur, taka inn garðhúsgögn og aðra lausamuni, sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Almannavarna um forvarnir þegar spáð er ofsaveðri eða fárviðri http://www.almannavarnir.is/default.asp?cat_id=116 .