
Um er að ræða þróunarverkefni þar sem nemendur semja lög við ljóð borgfirskra skálda og eru verkin síðan flutt á tónleikum í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta.
Styrkur EFLU er veittur vegna ársins 2016, en þá munu nemendur vinna með ljóð Snorra Hjartarssonar sem fæddur var á Hvanneyri og bjó einnig á Ytri-Skeljabrekku og í Arnarholti.
Samfélagssjóður EFLU var stofnaður árið 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og er markmið hans er að styrkja uppbyggjandi og jákvæð verkefni í samfélaginu. Hefur úthlutunarnefnd gildi EFLU, hugrekki, samvinna og traust sem leiðarvísi við störf sín. Alls fengu níu aðilar viðurkenningu frá sjóðnum í gær.
Viðurkenningin er mikilvæg hvatning fyrir þetta samstarf Safnahúss og Tónlistarskólans. Það hefur fengið afar jákvæðar undirtektir og þess má geta að á síðustu tónleikum voru hátt á annan tug verka eftir nemendur skólans frumflutt.
Höfðu þeir unnið að því á vorönn að semja undir handleiðslu kennara sinna. Var flutningur með ýmsum hætti og m.a. kom kór eldri borgara fram í einu laginu sem var eftir sjö ára tónskáld.
Ljósmynd: Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans og Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss eftir úthlutunina úr sjóðnum sem fram fór í höfuðstöðvum EFLU við Ártúnshöfða í Reykjavík.
Ljósmyndun: Helga Jóna Óðinsdóttir.