Opið hús í Öldunni

Í tilefni þess að Fjöliðjan nú Aldan hefur flutt í nýtt húsnæði út í Brákarey þá verður opið hús nk. föstudag 11. desember frá kl. 14:00-15:30. Kaffi og smákökur í boði. Hlökkum til að sjá ykkur.    

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Sexhent á píanó; Veronika Lif, Kolfinna Dís og Valborg ElvaÞessa viku standa hinir hefðbundnu jótatónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar yfir. Nemendur skólans koma fram og flytja fjölbreytta tónlist. Tónleikarnir verða sem hér segir: Mánudag 7. des kl. 17:00 í sal Tónlistarskólans, Borgarbraut 23, Borgarnesi Þriðjudag 8. des kl. 17:00 í sal Tónlistarskólans, Borgarbraut 23, Borgarnesi Miðvikudag 9. des, tvennir tónleikar í Logalandi, …

Slæm veðurspá

Mjög slæm veðurspá er næstu sólahringa fyrir landið allt. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með veðri og færð og vera ekki á ferð að nauðsynjalausu. Einnig er fólk hvatt til að huga að niðurföllum til að koma í veg fyrir vatnstjón, festa sorptunnur, taka inn garðhúsgögn og aðra lausamuni, sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Almannavarna um forvarnir …

Gámastöðin lokar snemma

Vegna yfirvofandi óveðurs lokar gámastöðin í Borgarnesi kl. 16:00 í dag mánudaginn 7. des. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem það kann að valda.  

Áætlanir um lokun vega vegna veðurs

Lögregla og björgunarsveitir áætla að loka helstu leiðum að og frá Borgarbyggð í dag og kvöld eins og hér segir: Kjalarnes kl. 15 Hafnarfjall kl. 21 Brattabrekka kl. 16 Holtavörðuheiði kl. 16    

Jólaútvarp Grunnskólans í Borgarnesi

  Útsendingar jólaútvarps Grunnskólans í Borgarnesi hefjast í dag, mánudag og standa yfir fram á föstudagskvöld. Jólaútvarpið er mjög metnaðarfullt verkefni sem allir nemendur skólans koma að. Dagskráin hefst kl. 10 í dag með ávarpi útvarpsstjóra, Snæþórs Bjarka Jónssonar, sem er einnig formaður nemendafélagsins. Síðan tekur við þétt og góð dagskrá sem samanstendur meðal annars af hljóðrituðum þáttum, fréttum, viðtölum …

Snjómokstur

Nú er vetrarríki í Borgarbyggð og samkvæmt veðurspá má eiga von á hressilegum vetrarkafla. Skipulag snjómoksturs tekur meðal annars tillit til veðurspár og ef von er á illviðrum og/eða snjóþyngsli eru mikil má búast við að mokstur geti tafist jafnt í dreifbýli og þéttbýli. Samþykktar hafa verið viðmiðunarreglur um snjómokstur í dreifbýli, með það að markmiði að tryggja eins góða …

Úthlutun úr Samfélagssjóði Eflu

Í gær fengu tvær stofnanir sveitarfélagsins, Safnahúsið og Tónlistarskólinn, viðurkenningu Samfélagssjóðs verkfræðistofunnar EFLU fyrir samstarfsverkefni stofnananna um listræna sköpun ungs fólks. Um er að ræða þróunarverkefni þar sem nemendur semja lög við ljóð borgfirskra skálda og eru verkin síðan flutt á tónleikum í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta. Styrkur EFLU er veittur vegna ársins 2016, en þá munu nemendur vinna með …

Röskun á skólastarfi vegna óveðurs

Í dag fellur skólahald niður í Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólahald í Grunnskólanum í Borgarnesi er með eðlilegum hætti. Leikskólar í Borgarnesi eru einnig opnir.   Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni, enda getur veður þróast með ófyrirséðum hætti og aðstæður verið mjög mismunandi eftir svæðum. Foreldrar leggja sjálfir …