Gleðileikarnir í Borgarnesi – hvað er það?

mars 29, 2016

Foreldrafélag Grunnskóla Borgarness stendur fyrir Gleðileikunum sem eru uppbrot á hefðbundnu skólastarfi hjá unglingum Grunnskólanum í Borgarnesi. Þeir verða nú haldnir þriðja árið í röð, dagana 12. og 13. apríl n.k. Þeir eru settir upp sem samfélagsverkefni þar sem fyrirtæki og
einstaklingar skipuleggja þrautabraut sem unglingunum er ætlað að fara í gegnum. Leitað er til aðila í samfélaginu eftir stuðningi í formi mannafla og fjármagns. Viðtökurnar hafa verið frábærar en okkur vantar enn fleiri sjálfoðaliða til að taka að sér ýmis verkefni.
Ert þú til í að gefa þér tíma í þágu þessa verkefnis? Annan daginn eða báða? Við í Gleðileikanefndinni yrðum afar þakklát!
Hópstjóri* x 16 12. apríl 11:45 – 15:15
Hópstjóri* x 16 13. apríl 11:45 – 15:15
Pizzaveisla x 8 13. apríl 14 – 17
Önnur viðvik x 10 Tími eftir samkomulagi, ýmislegt við
undibúning eða á leikunum sjálfum
*Hópstjórar þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Allar nánari upplýsingar og tilkynning þátttöku á
matjurtagardar@gmail.com eða hringdu í síma: 8496093
F.h. stjórnar FGB og Gleðileikanefndar
Ásta Kristín Guðmundsdóttir


Share: