Úrgangsmál í Borgarbyggð

mars 21, 2016
í síðustu viku var haldinn opinn fundur um úrgangsmál í Borgarbyggð. Á fundinum kynnti formaður umhverfis-, skipulags-, og landbúnaðarnefndar fyrirkomulag sorphirðu og úrgangsmála í sveitarfélaginu í dag og að því loknu voru flutt nokkur áhugaverð erindi um málefnið.
 
Meðal þess sem kom fram, er að ekki þarf lengur að setja endurvinnsluúrgang í glæra plastpoka, heldur er í góðu lagi að setja endurvinnsluúrganginn beint í grænu tunnuna.
Ný flokkunartafla fyrir grænu tunnuna er aðgengileg hér.

Hér að neðan má nálgast efni viðkomandi fyrirlesara og eru áhugasamir hvattir til að skoða gögnin og kynna sér málefnið.
Til að ná árangri í úrgangsmálum er mikilvægt að hugsa heildrænt og efla umhverfisvitund.
Munum að enginn getur allt en allir geta eitthvað!
 
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, Environice ehf.:
„Eru 70 ruslatunnur fyrir utan húsið þitt?“
Theódóra Matthíasdóttir, Umhverfisfulltrúi Snæfellsness:
„Stykkishólmsleiðin“- reynsla Hólmara í ruslinu (gögn væntanleg)
Birgir Kristjánsson, Íslenska Gámafélagið:
Græna tunnan í Borgarbyggð
Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands:
Urðunarstaðurinn Fíflholtum

Share: