Hunda- og kattahreinsun 2016

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. Hvanneyri 7. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00. Reykholti 8. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 18:00. Varmalandi 8. nóvember í húsnæði Björgunarsveitarinnar kl. 18:30 -19:30. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina ofangreinda daga. Borgarnesi 14. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 250 16:30 -17:30. Fyrir hunda með skráningarnr. 251- 450 …

Deildarstjóri sérkennslu við Grunnsk. Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir menntuðum sérkennara til starfa. Um er að ræða deildarstjórn sérkennslu í 50-100% stöðugildi fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar sem er með starfsstöðvar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Deildarstjóri sérkennslu stjórnar og skipuleggur sérkennslu ásamt því að veita kennurum faglega ráðgjöf. Helstu verkefni deildarstjóra eru: skipuleggur og stjórnar allri sérkennslu skólans eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, skipuleggur og stjórnar …

ÚTSVAR – spurningakeppni sveitarfélaga

Föstudaginn 4.11. n.k. etur keppnislið Borgarbyggðar kappi við lið Grindavíkur í beinni útsendingu á RÚV. Lið okkar skipa þau Edda Arinbjarnar, Bryndís Geirsdóttir og Heiðar Lind Hansson. Áhugasammir eru hvattir til að mæta í útvarpssal og styðja okkar lið. Útsvarið hefst kl. 20. Liðinu okkar er óskað góðs gengis í keppninni.

Skipulagsauglýsing – 2016-11-01

Lýsing á tillögu að breytingu aðalskipulags sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á miðsvæði Borgarness. Sveitarstjórn samþykkti á 146. fundi sínum þann 28.10.2016 að breyta aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í Borgarnesi fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M2. Nýr reitur M2 er 0,7 ha að stærð og nær …

Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar boðar til opins kynningarfundar um breytingu á  Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Svæðið sem hér um ræðir er það sem í Aðalskipulagi Borgarbyggðar er nefnt miðsvæði Borgarness,  M, og snýr að lóðunum Borgarbraut 55 – 59. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti miðvikudaginn 2. nóvember n.k og hefst hann kl. 20:00 og …

Skipan í kjördeildir í Borgarbyggð

AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ Við alþingiskosningar laugardaginn 29. október 2016 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9,oo og lýkur kl. 22,oo Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst …

146 fundur sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar Fundarboð 146. fundur Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar föstudaginn 28. október 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 09:00 Dagskrá Fundargerð umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar 26.10. (40) Borgarnesi 27.10.2016 Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri

Fundir um ljósleiðara

Í gærkvöldi (24.10.) var haldinn fyrri fundurinn um ljósleiðaravæðingu í Borgarbyggð. Var hann haldinn í Brúarási og var hann fjölsóttur og góður. Seinni fundurinn er í kvöld (25.10.)  í Lyngbrekku og hefst hann kl. 20. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. Guðmundur Daníelsson ráðgjafi Borgarbyggðar í þessum málum mætir á fundinn. Myndin er frá fundinum í …

Kvennafrídagur 24.10.2016

  Borgarbyggð styður konur í að taka sér frí frá störfum mánudaginn 24. október frá kl. 14:38, mæta á samstöðufundi og/eða taka þátt á táknrænan hátt í samstöðu um kröfuna um kjarajafnrétti. Laun verða ekki skert hjá þeim konum sem taka sér frí frá vinnu vegna þessa. Forstöðumenn stofnana eru beðnir um að haga skipulagi starfsins þennan dag á þann …

Hrífandi einleikur um hugrekki

Þjóðleikhúsið bauð börnum í leikskólum og grunnskólum Borgarbyggðar á sýningu á  verkinu Lofthræddi Örninn Ívar í Hjálmakletti föstudaginn 14. október. Örvar er örn sem er svo óheppin að vera lofthræddur. Samt þráir hann  heitt að fljúga um loftin blá. Með hjálp músarrindilsins vinar síns tekst honum að yfirvinna ótta sinn. Börnin létu vel af sýningunni og fylgdust spennt með ævintýrum …