Nýr launafulltrúi Borgarbyggðar

Á dögunum var auglýst laus til umsóknar staða launafulltrúa Borgarbyggðar í kjölfar þess að Ingibjörg Ingimarsdóttir ákvað að láta af störfum í haust eftir langt og farsælt starf. Níu umsóknir bárust um starfið og sóttu þessir um: Arndís Guðmundsdóttir verslunarstjóri og fyrrverandi innheimtufulltrúi Borgarbyggðar, Bjarnastöðum 311 Borgarnes Elín Ása Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur, Arnarklettur 30, 310 Borgarnes Elva Pétursdóttir viðskiptafræðingur, Stekkjarholt 5, …

Sumarfjör í Borgarbyggð

Upplýsingar um sumarfjörið fyrir nemendur í 1. – 4. bekk er að finna á heimasíðu UMSB, Sumarfjör 2016    

143. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR   FUNDARBOÐ  143. FUNDUR  Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 11. Ágúst 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ  Skýrsla sveitarstjóra Fundargerð sveitarstjórnar 9.6.                         (142) Fundargerð byggðarráðs 4.8.                                     (384) Fundargerð fræðslunefndar 21.6. (143) Fundargerð velferðarnefndar 4.8.  (63) Fundargerð fjallskilanefndar Borgarbyggðar 20.6. (21) Fundargerð fjallskilanefndar BSN 25.6. (35) Fundargerð …

Að afloknu Unglingalandsmóti

Byggðarráð Borgarbyggðar bókaði eftirfarandi á 384. fundi sínum í gær, fimmtudaginn 4. ágúst. „Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju sinni með vel heppnað Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var í Borgarnesi dagana 28. – 31. júlí sl. Samstarf Borgarbyggðar við UMFÍ og UMSB við undirbúning og framkvæmd mótsins var eins gott og hugsast gat. Ungmennafélagshreyfingunni eru því færðar þakkir fyrir gott og …

Strætó / Fréttatilkynning vetraráætlun höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin.

Vetraráætlun Strætó 2016 hefst eftirtalda daga Höfuðborgarsvæðið: 14. ágúst Suðurnes: 14. ágúst Norður- og Norðausturlandi: 28. ágúst Vestur- og Norðurlandi: 11. september Suðurland: 11. september Nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á Strætó.is. Ef óskað er nánari upplýsinga um leiðabreytingar Strætó þá er Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri,  talsmaður fyrirtækisins. Netfangið hans er johannesru@straeto.is og síminn er 660 1488.

Nýr bæklingur og gönguleiðakort um Einkunnir

Út er kominn nýr bæklingur um fólkvanginn Einkunnir. Í honum er að finna upplýsingar um tilurð fólkvangsins, einkenni hans, skipulag og nýtingu. Á bakhliðinni er kort af svæðinu ásamt gönguleiðakorti. Bæklinginn er hægt að nálgast í ráðhúsinu  og á upplýsingamiðstöðvum. EINKUNNIR.minniupplausn

Unglingalandsmót UMFÍ 2016

Unglingalandsmót UMFÍ, það 19. í röðinni,  hófst í dag með keppni í golfi og körfubolta. Á morgun föstudag hefst keppni í öðrum greinum en alls er keppt í 14 greinum auk þess sem fjölbreytt afþreyingardagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna.  Mótið verður formlega sett á Skallagrímsvelli kl. 20.00 á föstudagskvöld. Unnið hefur verið að undirbúningi um nokkurt skeið með …

Fullt af tækifærum í Borgarbyggð

Hjá Borgarbyggð er verið að auglýsa eftir fólki í nokkur laus störf, nánar er hægt að kynna sér laus störf hjá Borgarbyggð með því að smella hér.

Laust starf við Grunnskóla Borgarfjarðar

Vegna óvæntra forfalla vantar grunnskólakennara við Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum næsta vetur. Kennslugreinar: • textílmennt, • íslenska og samfélagsgreinar á miðstig Umsóknarfrestur er til 25.júlí. Allar upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir í síma 8401520 eða í netfangi ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is

Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi.

Dagana 28. – 31. júlí n.k. verður Unglingalandsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi. Það er ánægjuefni að Borgarnes skuli enn einu sinni vera vettvangur fyrir þessa glæsilegu fjölskylduhátíð. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt og sannað að mikill fjöldi keppenda, aðstandenda þeirra og annars áhugafólks mun sækja Borgarnes heim á meðan á unglingalandsmótinu stendur. Í þessu sambandi er það metnaðarmál okkar allra …