Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð

nóvember 22, 2016
Featured image for “Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð”

Málþing um framtíð ferðaþjónustu í Borgarbyggð verður haldið í Hjálmakletti miðvikudaginn 23. nóvember kl. 18:00 – 22:00.

Framsöguerindi frá kl. 18:00 til 19:30:

  1. Setning málþingsins; Guðveig Eyglóardóttir formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð
  2. Fjárhagsleg tengsl ferðaþjónustu og Borgarbyggðar; Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi hjá SSV
  3. Framtíðarsýn ferðaþjónustu í Borgarbyggð; Guðveig Eyglóardóttir hótelstýra Bifröst og formaður starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð
  4. Skipulagsvinna og þróun ferðaþjónustu; Ragnar Frank Kristjánsson lektor LBHÍ
  5. Saga Jarðvangur, markmið, staða og framtíð; Þórunn Reykdal stjórnarformaður Saga jarðvangur
  6. Áskoranir ferðaþjónustunnar; Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu
  7. Hvert viljum við stefna? Runólfur Ágústsson ráðgjafi

Möguleiki er á stuttum spurningum eftir hvert erindi.

Léttur kvöldverður frá 19:30-20:00

Umræðuhópar frá kl. 20:00-21:30.

Styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri fyrir dreifbýli og þéttbýli í tengslum við þróun ferðaþjónustunnar í Borgarbyggð.

Samantekt á niðurstöðum umræðuhópa kl. 21:30-22:00

Málþinginu slitið


Share: