Um næstu áramót hætta sveitarfélög að greiða húsaleigubætur. Í stað þeirra koma húsnæðisbætur sem verða greiddar af ríkinu – Vinnumálastofnun. Þegar hefur verið opnuð heimasíða: www.husbot.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og innan skamms mun verða opnað fyrir móttöku umsókna. Svo virðist sem einungis verði hægt að sækja um rafrænt.
Sérstakar húsaleigubætur og stuðningur vegna leigu 15-17 ára leigjenda á heimavistum og námsgörðum verður áfram hjá sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Borgarbyggðar s: 4337100.
Mynd GJ.