Gengið gegn einelti

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi gengu fylktu liði frá skólanum og enduðu á stuttri samkomu í Skallagrímsgarði í morgun til að vekja athygli á því að einelti er dauðans alvara sem hvergi ætti að þrífast.

147. fundur sveitarstjórnar

147. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. Nóvember 2016 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ 1. Skýrsla sveitarstjóra. 2. Fundargerðir sveitarstjórnar 13.10, 28.10. (145, 146) 3. Fundargerðir byggðarráðs 20.10., 27.10., 3.11. (392.393.394) 4. Fundargerð fræðslunefndar 25.10 (147) 5. Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 2.11 (41) 6. Fundargerð Velferðarnefndar 3.11 (66) …

Ókeypis heilsufarsmæling í Borganesi

Hvernig er heilsan? Þér er boðið í ókeypis heilsufarsmælingu SÍBS og Hjartaheilla. Við bjóðum sérstaklega velkomna alla þá sem ekki eru nú þegar undir eftirliti vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur og súrefnismettun. Að auki gefst kostur á að taka þátt í könnun SÍBS um heilsu og líðan, sem getur hjálpað við að bæta skilning á því …

Heilsueflandi samfélag

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi þann 3. nóvember sl. að sækja um aðild að Heilsueflandi samfélagi, sem er verkefni á vegum Embættis landlæknis, en heilsueflandi samfélag leggur áherslu á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Í heilsueflandi samfélagi er áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og félagslega …

Geymslusvæði fyrir gáma Sólbakka 29 í Borgarnesi

Nú er unnið að undirbúningi geymslusvæðis fyrir gáma að Sólbakka 29.  Áætlað er að girða svæðið af og laga undirlag, sjá teikningu af skipulagi lóðarinnar. Þeir aðilar sem þarna eiga einhverjar eignir eru beðnir að fjarlægja þær sem allra fyrst til að unnt sé að ráðast í ofangreindar framkvæmdir. Nánari upplýsingar gefur Ámundi Sigurðsson verkstjóri Áhaldahúss Borgarbyggðar. solbakki-29-teikn  

Hunda- og kattahreinsun 2016

Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð á eftirtöldum stöðum. Hvanneyri 7. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 19:00. Reykholti 8. nóvember í slökkvistöðinni kl. 17:00 – 18:00. Varmalandi 8. nóvember í húsnæði Björgunarsveitarinnar kl. 18:30 -19:30. Edda Þórarinsdóttir annast hreinsunina ofangreinda daga. Borgarnesi 14. nóvember í slökkvistöðinni við Sólbakka. Fyrir hunda með skráningarnr. 1- 250 16:30 -17:30. Fyrir hunda með skráningarnr. 251- 450 …

Deildarstjóri sérkennslu við Grunnsk. Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir menntuðum sérkennara til starfa. Um er að ræða deildarstjórn sérkennslu í 50-100% stöðugildi fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar sem er með starfsstöðvar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Deildarstjóri sérkennslu stjórnar og skipuleggur sérkennslu ásamt því að veita kennurum faglega ráðgjöf. Helstu verkefni deildarstjóra eru: skipuleggur og stjórnar allri sérkennslu skólans eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, skipuleggur og stjórnar …

ÚTSVAR – spurningakeppni sveitarfélaga

Föstudaginn 4.11. n.k. etur keppnislið Borgarbyggðar kappi við lið Grindavíkur í beinni útsendingu á RÚV. Lið okkar skipa þau Edda Arinbjarnar, Bryndís Geirsdóttir og Heiðar Lind Hansson. Áhugasammir eru hvattir til að mæta í útvarpssal og styðja okkar lið. Útsvarið hefst kl. 20. Liðinu okkar er óskað góðs gengis í keppninni.

Skipulagsauglýsing – 2016-11-01

Lýsing á tillögu að breytingu aðalskipulags sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á miðsvæði Borgarness. Sveitarstjórn samþykkti á 146. fundi sínum þann 28.10.2016 að breyta aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 í Borgarnesi fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M2. Nýr reitur M2 er 0,7 ha að stærð og nær …

Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar boðar til opins kynningarfundar um breytingu á  Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Svæðið sem hér um ræðir er það sem í Aðalskipulagi Borgarbyggðar er nefnt miðsvæði Borgarness,  M, og snýr að lóðunum Borgarbraut 55 – 59. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti miðvikudaginn 2. nóvember n.k og hefst hann kl. 20:00 og …