Mannauðsstjóri Borgarbyggðar

febrúar 13, 2017
Featured image for “Mannauðsstjóri Borgarbyggðar”

Nýlega var auglýst eftir umsóknum um starf mannauðsstjóra hjá Borgarbyggð.  14 umsóknir bárust um starfið en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka.

Umsækjendur voru:

Einar G. G. Pálsson   Borgarnesi

Elín Magnúsdóttir  Borgarnesi

Guðjón Helgi Egilsson  Reykjavík

Guðni Birkir Ólafsson   Mosfellsbæ

Ingi Hreinsson  Mosfellsbæ

Ingibjörg Guðmundsdóttir Hafnarfirði

Kristín Lilja Lárusdóttir Borgarnesi

Jóhannes B. Pétursson  Hafnarfirði

Kristín Ólafsdóttir  Reykjavík

Silja Eyrún Steingrímsdóttir  Borgarnesi

Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir  Akranesi

Svanhvít Pétursdóttir  Borgarnesi

Thelma Sigurðardóttir  Vestmannaeyjum

Ákveðið hefur verið að ráða Ingibjörgu Guðmundsdóttur í starfið.  Ingibjörg er með diplómapróf í starfsmannastjórnun og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu.  Hún hefur áður starfað við starfsþróun og mannauðsmál hjá Hafnarfjarðarbæ.

Ingibjörg er boðin velkomin til starfa hjá Borgarbyggð.


Share: