Miðvikudaginn 23. nóvember verður upplestur á nýrri bók í héraðsbókasafni Borgarfjarðar í Safnahúsi. Þar kynnir Hildur Sif Thorarensen sína fyrstu bók sem heitir Einfari. Hildur er 32ja ára hugbúnaðarverkfræðingur sem nú leggur stund á nám í læknisfræði í Osló. Á meðan á verkfræðináminu stóð tók hún nokkra áfanga í ritlist og námskeið í skrifum á kvikmyndahandritum, þá hefur hún starfað …
Dagur nýsköpunar
DAGUR NÝSKÖPUNAR Á VESTURLANDI verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13.30 UPPBYGGINGARSJÓÐUR VESTURLANDS mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi, en sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar sinnum á ári og er þetta seinni úthlutun þessa árs. BJARNI MÁR GYLFASON frá Samtökum iðnaðarins og ODDUR STURLUSON frá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun. …
Kennarar – afhending undirskriftalista
Kennarar grunnskólanna í Borgarbyggð fjölmenntu í Ráðhús Borgarbyggðar í gær, þann 15.nóv. og afhentu Gunnlaugi A. Júlíussyni sveitarstjóra bréf og undirskriftir til áréttingar því að lokið verði við gerð kjarasamninga við kennara en samningar þeirra hafa verið lausir um allnokkra hríð og lítt hefur gengið að semja.
Snjómokstur í Borgarbyggð
Upplýsingar um snjómokstur og snjómokstursreglur eru aðgengilegar hér.
Afhending örnefnaskrár
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum, FaB, afhenti þann 9. nóvember Landmælingum Íslands örnefnaskrá sem félagið hefur af mikilli elju safnað saman á s.l. 23 árum. Skráin inniheldur örnefni úr Skorradalshreppi og öllum hreppum gömlu Borgarfjarðarsveitar . Ekki þarf að efast um að hér hefur félagið unnið þrekvirki og bjargað ómetanlegri þekkingu frá glötun. Einnig afhenti félagið Safnahúsi Borgarfjarðar afrit af örnefnaskrám og kortum …
Opinn fundur um þjóðlendumál
Föstudaginn 30. september sl. felldi Óbyggðanefnd úrskurð sinn í umfjöllun um þjóðlendumál innan Borgarbyggðar. Miðvikudaginn 16. nóvember n.k. kl. 20:00 verður haldinn fundur í Hjálmakletti um niðurstöður nefndarinnar. Til fundarins mætir Friðbjörn Garðarsson lögmaður sem fór með þann hluta málsins fyrir Borgarbyggð sem varðar svæði 1/2014 (land milli Hítarvatns og Fossdalsár í Mýrasýslu). Einnig mæta Ingi Tryggvason hrl. og Óðinn …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2017- 2020.
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017 ásamt þriggja ára áætlun 2018 – 2020 var tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn fimmtudaginn 10. nóvember. Ljúka ber síðari umræðu fyrir 15. desember nk en sveitarstjórn fundar næst þann 8. desember. Í framlagðri fjarhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 131 m.kr. fyrir A og B hluta sveitarsjóðs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árin 2017- 2020.
Fjarhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017 ásamt þriggja ára áætlun 2018 – 2020 var tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn fimmtudaginn 10. nóvember. Ljúka ber síðari umræðu fyrir 15. desember nk en sveitarstjórn fundar næst þann 8. desember. Í framlagðri fjarhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 131 m.kr. fyrir A og B hluta sveitarsjóðs. Ekki er gert ráð fyrir lántöku …
Húsaleigubætur 2017, breytt fyrirkomulag
Um næstu áramót hætta sveitarfélög að greiða húsaleigubætur. Í stað þeirra koma húsnæðisbætur sem verða greiddar af ríkinu – Vinnumálastofnun. Þegar hefur verið opnuð heimasíða: www.husbot.is þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar og innan skamms mun verða opnað fyrir móttöku umsókna. Svo virðist sem einungis verði hægt að sækja um rafrænt. Sérstakar húsaleigubætur og stuðningur vegna leigu 15-17 …
Vikuritið Vísbending
Vikuritið Vísbending hefur um nokkurra ára skeið birt niðurstöður úr samanburði á fjárhagsstöðu 36 stærstu sveitarfélaga landsins. Sveitarfélögunum eru gefnar einkunnir eftir ákveðinni aðferðafræði og raðað eftir niðurstöðunni. Tekið er mið af skattlagningu, íbúaþróun, afkomu sem hlutfalli af tekjum, hlutfalli nettóskulda af tekjum og veltufjárhlutfalli. Allt nokkuð algildar lykiltölur. Enda þótt þetta sé frekar til gamans gert frekar en að …