Útboð á skóla- og tómstundaakstri

febrúar 27, 2017
Featured image for “Útboð á skóla- og tómstundaakstri”

Ríkiskaup, fyrir hönd Borgarbyggðar og Skorradalshrepps óska eftir tilboðum í skóla- og tómstundaakstur fyrir nemendur, til og frá skóla að morgni og aftur heim síðdegis, alla skóladaga. Útboðið skiptist í 7 flokka og undirflokka (leiðir). Heimilt er að bjóða í einstaka flokka eða einstakar leiðir (undirflokka) útboðsins.

Óskað er eftir tilboðum í skólaakstur með grunnskólanemendur í fjögur skólaár, þ.e. frá byrjun skólaárs haustið 2017 til og með loka skólaárs vorið 2021 og akstur með nemendur í tómstundastarf eftir skóla og í sumarstarfsemi Vinnuskólans og Sumarfjör á sama tímabili.

Um er að ræða akstur við Grunnskólann í Borgarnesi, Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi, Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri.

Sjá nánar á heimasíðu Ríkiskaupa, http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20388


Share: