Snjómokstur frá sorpílátum

febrúar 28, 2017
Featured image for “Snjómokstur frá sorpílátum”

Eins og gefur að skilja er ófært fyrir starfsfólk í sorphirðu að draga sorpílát upp úr þeim sköflum sem víða eru og því eru íbúar vinsamlegast beðnir að huga að snjómokstri  frá sorpílátum. Græna tunnan verður losuð miðvikudaginn 1. mars í Borgarnesi og því væri gott ef íbúar tækju sér skóflu í hönd í dag til að auðvelda sorphirðu.


Share: