Heimsókn frá Dalvíkurbyggð

Starfsfólk Ráðhúss Dalvíkurbyggðar heimsækir starfsfólk Ráðhúss Borgarbyggðar á morgun, þriðjudaginn 8. Maí. Af þeim sökum er ráðhúsið lokað frá kl. 12:00.

AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA

AUGLÝSING UM MÓTTÖKU FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA Í BORGARBYGGÐ 26. MAÍ 2018. Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð 26. maí 2018 rennur út kl. 12,oo á hádegi, laugardaginn 05. maí 2018. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni yfirkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma. Á kosningavef innanríkisráðuneytisins www.kosning.is eru leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista. Yfirkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, …

Undirritun samnings

Í morgun var undirritaður samningur milli Borgarbyggðar og byggingarfyrirtækisins Eiríkur Ingólfsson ehf. um stækkun og heildarendurbætur á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Er samningurinn gerður að undangengnu útboði sem Ríkiskaup sá um fyrir Borgarbyggð. Framkvæmdir munu hefjast á næstu dögum. Verkið mun standa yfir í þrjú ár og er heildarkostnaður verksins sem samningurinn tekur yfir um 750 millj. kr. Langþráður áfangi …

Gjöf frá Sambandi Borgfirskra kvenna

Samband borgfirskra kvenna kom færandi hendi í Ölduna í síðustu viku og gáfu veglegt Weber gasgrill. Á myndinni eru Helga Björg og Ölver Þráinn að grilla í fyrsta sinn í sumar. Starfsfólk og leiðbeinendur í Öldunni þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi Mikil þróun á sér stað innan Grunnskólans í Borgarnesi m.a. í teymiskennslu og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda. Skólinn vinnur eftir hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar. Leitað er eftir íslenskukennara á unglingastigi með umsjón sem er tilbúinn að taka þátt í virku …

Sumarfjör 2018

Nú eru allar upplýsingar um Sumarfjör 2018 komnar inn á heimasíðuna – Slóðina er hér að finna.  Starfsstöðvar: Borgarnes og Hvanneyri – Ferðir frá Baulu og Kleppjárnsreykjum. Þær vikur sem Sumarfjörið verður í boði eru: Heimastöð: Grunnskólinn í Borgarnesi, 4. júní-20. júlí, 7.-17. ágúst. Heimastöð: GBF-Hvanneyrardeild, 5.-29. júní, 7.-17. ágúst.

Skotæfingasvæði í landi Hamars – kynning.

Sveitarfélagið vill vekja athygli á að  mánudaginn 30. apríl 2018 milli kl 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir skotæfingarsvæði í landi Hamars verður kynnt sérstaklega þeim sem þess óska.  

Bilun í dælustöð Veitna.

Í dag kom upp bilun þegar unnið var við tengingu og gangsetningu á fráveitudælustöð (brunni) við Bjarnarbraut. Verið er að smíða varahlut. Vegna þessa þarf að setja fráveituna á yfirfall við Bjarnarbraut um helgina sem er bagalegt þar sem útrásarrörið er við  göngubrú og útsýnispall við útrásina. Á mánudagsmorgun verður varahlutnum komið fyrir og áfram haldið vinnu við gangsetningu á …

Framhaldsprófstónleikar

Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir píanóleikari heldur framhaldsprófstónleika í Reykholtskirkju næstkomandi sunnudag, 29. apríl, kl. 14:00. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Haydn, Grieg, Debussy og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þorbjörg Saga hefur stundað píanónám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá árinu 2006 og hefur Dóra Erna Ásbjörnsdóttir verið kennari hennar frá upphafi. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis

Laus störf í Áhaldahúsi Borgarbyggðar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmenn í áhaldahús Borgarbyggðar Starfið felst í vinnu undir stjórn verkstjóra áhaldahússins við slátt, umhirðuverkefni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum áhaldahúss. Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Vinnuvélaréttindi eru æskileg en ekki skilyrði. Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og …