Tónlistarskólinn byrjaður

ágúst 23, 2018
Featured image for “Tónlistarskólinn byrjaður”

Vetrarstarf Tónlistarskóla Borgarfjarðar er hafið. Fyrsti kennsludagur er í dag fimmtudag eins og hjá grunnskólunum.

Starfið verður fjölbreytt að vanda og í vetur verður boðið upp á nýjungar, en bætt verður við söngleikjadeild fyrir börn og samsöngsdeild fyrir fullorðna.

Einnig verða breytingar á starfsfólki, Jónína Erna Arnardóttir, sem starfað hefur við skólann yfir tuttugu ár hverfur til annarra starfa og tekur við skólastjórastarfi Tónlistarskólans á Akranesi. Tónlistarskóli Borgarfjarðar þakkar henni vel unnin störf.

Halldóra Rósa Björnsdóttir kemur inn nýr kennari við söngleikjadeildina og nýir píanókennarar verða Anna Þórhildur Gunnarsdóttir og Daði Georgsson.

Fyrir utan söng- og forskólakennslu er meðal annars kennt á blokkflautu, píanó, gítar, ukulele, klarinett, trompet og þverflautu.

Góð aðsókn er í skólann og fullt í flestum deildum. Áhugasömum er velkomið að kíkja við og hægt er að sækja um tónlistarnám á þessum link: https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=32&periodId

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 433 7190.


Share: