Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum

ágúst 23, 2018
Featured image for “Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum”

Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum kjörtímabilið 2018-2022 Föstudaginn 7. september í Hjálmakletti, Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi

Dagskrá:

10:00 Inngangur Stjórnandi námskeiðsins, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi hjá Ráðrík og fyrrv. sveitarstjóri.

10:15 Til hvers er ég kjörinn í sveitarstjórn? Um hlutverk sveitarstjórnarmanna og möguleika þeirra til að móta það. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

10:45 Fjármál sveitarfélaga Fjármálastjórn, lagaumhverfi og ársreikningar. Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, Sambandi ísl. sveitarfélaga.

11:30 Kaffihlé

11:45 Stjórntæki sveitarstjórnar Stefnumótun, fjárhagsáætlanir, kjarasamningar og mannauðsstefna, árangursstjórnun, nýsköpun og upplýsingatæknin. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Sigurður Á. Snævarr.

12:45 Hádegisverðarhlé

13:30 Stjórnkerfi sveitarfélaga og Réttindi, skyldur og ábyrgð sveitarstjórnarmanna M.a. meginreglur sveitarstjórnarlaga, hlutverk og valdsvið sveitarstjórna, verkefni sveitarfélaga, einkaréttur og almannaþjónusta og siðareglur. Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

14:45 Málsmeðferð M.a. sjálfstjórnarréttur sveitarfélaga, stjórnvaldsákvarðanir, eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga og málmeðferðarreglur. Tryggvi Þórhallsson.

15:45 Kaffihlé

16:00-17:00 Samskipti og samstarf Meirihluti og minnihluti, starfsmenn sveitarfélaga, milli sveitarfélaga, íbúar og frjáls félagasamtök, fjölmiðlar og samfélagsmiðlar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.

Þátttökugjald er kr. 15.900. Innifalin eru námsgögn, kaffiveitingar og hádegisverður. Skráning er á netfanginu saedis@ssv.is til kl. 12:00, fimmtudaginn 6. september nk.


Share: