Menntaskóli Borgarfjarðar settur

Menntaskóli Borgarfjarðar var settur mánudaginn 21. ágúst og hófst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 22. ágúst. Skólastarfið fer vel af stað og ekki annað að sjá en að kennarar og nemendur séu ánægðir. Nemendur skiptast á hinar fjölmörgu brautir skólans en langflestir eru á Félagsfræðabraut en svo eru Náttúrufræðibraut og Opin braut vinsælastar. Opin braut býður uppá mikið val af hálfu nemandans …

Sálfræðingur við leik- og grunnskóla Borgarbyggðar

Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Í Borgarbyggð búa um 3.800 íbúar, þar …

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður. Um er að ræða tímavinnu Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Almenn þrif Stuðningur og hvatning Aðstoð við persónulega umhirðu Hvetja til sjálfshjálpar Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega  Helstu hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum …

Aðlögun barna í leikskólum Borgarbyggðar

Aðlögun barna er hafin í leikskólum Borgarbyggðar. Þegar leikskóladvöl barns hefst er mikilvægt að það gerist smám saman svo barnið verði öruggt í nýju umhverfi og njóti sín sem best.  Í aðlögun kynnist barnið starfsfólki, öðrum börnum og húsnæði leikskólans.  Á aðlögunartímanum eykst öryggi barnsins smám saman og það verður reiðubúið til að taka þátt í starfi leikskólans. Aðlögun er …

Tónlistarskólinn byrjaður

Vetrarstarf Tónlistarskóla Borgarfjarðar er hafið. Fyrsti kennsludagur er í dag fimmtudag eins og hjá grunnskólunum. Starfið verður fjölbreytt að vanda og í vetur verður boðið upp á nýjungar, en bætt verður við söngleikjadeild fyrir börn og samsöngsdeild fyrir fullorðna. Einnig verða breytingar á starfsfólki, Jónína Erna Arnardóttir, sem starfað hefur við skólann yfir tuttugu ár hverfur til annarra starfa og …

Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum

Það sem þú þarft að vita sem kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum kjörtímabilið 2018-2022 Föstudaginn 7. september í Hjálmakletti, Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi Dagskrá: 10:00 Inngangur Stjórnandi námskeiðsins, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi hjá Ráðrík og fyrrv. sveitarstjóri. 10:15 Til hvers er ég kjörinn í sveitarstjórn? Um hlutverk sveitarstjórnarmanna og möguleika þeirra til að móta það. Eyrún …

Lokun ráðhúss.

Vegna ferðar starfsmanna ráðhússins verður skrifstofa Borgarbyggðar, Borgarbraut 14,  lokuð frá kl. 12 föstudaginn 24. ágúst.

Fræsing Borgarbrautar

Í dag, þriðjudaginn 21. ágúst, er stefnt á að fræsa báðar akreinar á Borgarbraut, frá Böðvarsgötu að Þórðargötu. Þrengt verður á annarri akreininni í einu, viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðlögðu lokunarplani Borgarnes(fræs). Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 13:00 til kl. 19:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og …

174. fundur sveitarstjórnar – fundarboð

FUNDARBOÐ FUNDUR  Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 23. ágúst 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ   Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 5.7.                                     (173) Fundargerðir byggðarráðs 19.7. 2.8. 20.8. (457, 458, 459) Fundargerð velferðarnefndar 6.7. (84) Fundargerð fræðslunefndar 20.8. (171) Fundargerðir afréttarnefndar Álftaneshrepps 23.7, 16.8. (28, 29) Fundargerðir fjallskilanefndar BSN 30.7., …

Húsnæði til leigu

Byggðarráð hefur samþykkt að falla frá því, tímabundið, að láta fjarlægja/rífa húsið að Gunnlaugsgötu 21b. Því er það auglýst til leigu frá 1. sept. n.k.  til 1. maí 2019. Tekið skal fram að húsið stendur á lóð Grunnskólans í Borgarnesi og því er takmarkaður akstur að því. Umsóknarfrestur er til og með 30.ágúst 2018. Áhugasömum er bent á að hafa …