100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað á fjölskylduhátíð í Skallagrímsgarði.

desember 3, 2018
Featured image for “100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað á fjölskylduhátíð í Skallagrímsgarði.”

Góð þátttaka var á 100 ára fullveldisafmæli Íslands sem fagnað var með fjölskylduhátíð í Skallagrímsgarði þann 1. desember sl.

Eftir ávarp Silju Eyrúnar Steingrímsdóttur, fyrir hönd sveitarstjórnar Borgarbyggðar, flutti Tónlistarskóli Borgarfjarðar lög úr söngleiknum Stúlkan með eldspíturnar sem hópur nemenda hefur unnið að í skólanum. Börn í leikskólum og grunnskólum ásamt Barnakór Borgarness sungu jólalög og ættjarðarsöngva undir stjórn Halldórs Hólms og Íris Líf Stefánsdóttir og Bergur Eiríksson komu fram fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar og fluttu frásagnir af fullveldi og litu til framtíðar.

Fjörugir jólasveinar létu sig ekki vanta þegar búið var að kveikja á jólatrénu sem dansað var kringum undir undirleik Hljómlistarfélagsins. Fengu gestir heitt kakó í boði nemenda úr Grunnskólanum í Borgarnesi, pönnukökur í boði Kvenfélags Borgarness, kleinur í boði Kvenfélagsins 19. júní á Hvanneyri og nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar buðu smákökur.


Share: