Foreldrar og starfsfólk í leikskólanum Andabæ hafa safnað fötum sem lið í grænfánaverkefni leikskólans og sett upp skiptifatamarkað. Verkefnið er gott dæmi um samfélagsverkefni sem gagnast íbúum sveitarfélagsins. Flest barnafólk kannast við það hvernig börn vaxa upp úr fötum sem er nýbúið að kaupa. Skiptifatamarkaðurinn er einnig umhverfisvænn og eykur nýtingu og líftíma fatnaðar. Foreldrar geta komið og fengið föt á börnin sín óháð því hvort þeir komu með föt sjálf á markaðinn. Mikil ánægja hefur verið þessa tvo daga sem skiptifatamarkaðurinn hefur staðið og verður markaðurinn starfræktur út vikuna.