Fræðsla fyrir foreldra

desember 5, 2018
Featured image for “Fræðsla fyrir foreldra”

Á morgun fimmtudaginn 6. desember verður foreldrafræðsla á vegum samstarfshóps um forvarnir í Borgarbyggð. Fræðslan ber nafnið Fokk me – Fokk you (https://www.facebook.com/fokkyoufokkme/). Fjallað er um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel hafa síðastliðin fjögur ár haldið úti fræðslunni og er hún ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum. Nemendur á unglingastigi í Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar hlýddu á fræðsluna í morgun. Forvarnahópurinn vill hvetja foreldra til að mæta á fræðsluna. Fræðslan fer fram í félagsmiðstöðinni Óðali kl. 18:30 og í húsi Grunnskóla Borgarfjarðar  á Varmalandi kl. 20:00.


Share: