Borgarbyggð tekur í gegnum starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar þátt í tvenns konar menningardagskrá á landsvísu í ár, annars vegar með tónleikum sem hluta af afmælisdagskrá fullveldisins og hins vegar með sýningu um Hvítárbrúna nú í nóvember, en það verkefni er þáttur í viðburðaskrá Menningararfsárs Evrópu. Það er Minjastofnun sem heldur utan um þá dagskrá hér á landi. Tónleikarnir voru haldnir í …
Endurbætur og viðhald 2018
Mikið hefur verið framkvæmt á sviði endurnýjunar og viðhalds fasteigna Borgarbyggða það sem af er ári. Myndir sem sýna þessar framkvæmdir koma á fb síðu Borgarbyggðar. Grunnskólinn í Borgarnesi: Miklar framkvæmdir standa nú yfir í eldri hluta skólans ásamt því að byggður verður nýr matsalur. Í þeim hluta skólans sem fellur ekki undir þá framkvæmd var eftirfarandi gert. Gólfdúkur í …
Skipulagsauglýsingar – 2018-09-19
Búið er að birta fjórar auglýsingar um skipulagsmál í Borgarbyggð. Er þær að finna undir „https://borgarbyggd.is/thjonusta/umhverfis-og-skipulagssvid/skipulagsmal/“. Hér er um að ræða tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Bjargsland II og eins tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir sama svæði. Síðan er auglýst breyting á deiliskipulagi fyrir sumarhúsabyggð í landi Eskiholts II og síðustu er auglýst lýsing að aðalskipulagsbreytingu í landi Hraunsnefs.
Menningarsjóður Borgarbyggðar – 2018-09-18
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta skýrslu um nýtingu …
Endurnýjun gerfigrass
Lokið er við að endurnýja gerfigrasið á íþróttavellinum við Grunnskólann í Borgarnesi. Þetta gras er annarrar gerðar en það sem fyrir var og betra í alla staði. Ekki er lengur notast við gúmmíkurl til að mýkja völlinn heldur er núna notaður fínn sandur. Kurlið hættir því að berast inn á heimili barnafjölskyldna í Borgarnesi, væntanlega öllum til léttis.
Félagsþjónusta Borgarbyggðar – liðveisla
Félagsþjónustan auglýsir eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka að sér félagslega liðveislu fyrir fullorðinn einstakling Félagsþjónustan í Borgarbyggd auglýsir eftir hressum einstaklingi, karli jafnt sem konu til starfa sem félagsleg liðveisla. Starfið felst í að minnka félagslega einangrun og efla virkni einstaklings með fötlun í samfélaginu. Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi …
Frábært tækifæri – skemmtilegt og gefandi starf í Klettaborg!
Okkur vantar leikskólakennara sem vill vinna í góðum og traustum leikskóla. Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Áhersluatriðin í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling. Menntun og færnikröfur: Leikskólakennararéttindi Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji Áhugi, reynsla og hæfni í …
Grunnskólinn í Borgarnesi fær styrk úr menntahluta Erasmus+
Grunnskólinn í Borgarnesi fær 34.156 evra styrk vegna verkefnisins „Enjoyable MATHS“. Um er að ræða samstarfsverkefni skóla í fjórum löndum, en auk Íslands taka Tékkland, Ítalía og Spánn þátt í verkefninu. Meðal markmiða þess er að kynnast mismunandi aðferðum sem notaðar eru við stærðfræðikennslu og gefa nemendum tækifæri til að umgangast jafnaldra frá öðrum löndum og kynnast menningu þeirra og …
Kortavefur Borgarbyggðar orðinn notendavænni
Nú hefur kortavefur Borgarbyggðar verið uppfærður. Allt teikningasafn Borgarbyggðar hefur verið yfirfært á PDF-form. Þetta gerir að verkum að þægilegra er að skoða, hala niður eða áframsenda teikningar af öllum mannvirkjum innan sveitarfélagsins, jafnt gamlar teikningar sem nýjar. Vonandi mun þessi uppfærsla koma að góðum notum fyrir alla notendur vefsins.
Útboð v. ljósleiðara
Útboð fyrir lagningu ljósleiðara í dreifbýli Borgarbyggðar var auglýst af Ríkiskaupum þann 31. ágúst sl. Í tengslum við auglýsingu útboðsins var hönnun á legu ljósleiðarakerfisins birt á kortasjá Borgarbyggðar sem er að finna á vef sveitarfélagsins (borgarbyggd.is). Þar segir eftirfarandi: „Hönnun á legu ljósleiðarakerfisins er nú aðgengileg á kortasjá sveitarfélagsins. Í val glugga hægra megin á kortasjánni er valinn reiturinn …