Skipulagsauglýsing hjá Borgarbyggð
Bjargsland II í Borgarnesi – Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2018, samþykkt eftirfarandi tillögu. Tillagan var auglýst frá 19. september til 31. október 2018. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu frá íbúum á athugasemdatímabili, tekið var tillit til umsagna frá lögaðilum. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Miðnes í Borgarnesi – Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 179. fundi sínum þann 10. janúar 2019, samþykkt eftirfarandi tillögu. Tillagan var auglýst frá 16. nóvember til 28. desember 2018. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu frá íbúum á athugasemdatímabili, tekið var tillit til umsagna frá lögaðilum. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga varðandi ofangreint geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar.
Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, borgarbyggd@borgarbyggd.is