Söngvar úr Oliver og Fiðlaranum á þakinu

janúar 18, 2019
Featured image for “Söngvar úr Oliver og Fiðlaranum á þakinu”

Nú er starf vorannar í Tónlistarskóla Borgarfjarðar komið í fullan gang. Starfið verður hefðbundið og að venju eitt og annað skemmtilegt á dagskránni.

Söngleikjadeildin ætlar að æfa upp söngva úr söngleikjunum Oliver og Fiðlaranum á þakinu og munu þátttakendur vera bæði börn og fullorðnir.  Tónlistin í þessum söngleikjum er sérlega skemmtileg og höfðar til flestra.

Hægt er að bæta við börnum og fullorðnum í þetta verkefni. Áhugasamir hafi samband í síma 864 2539 eða sendi tölvupóst á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is


Share: