Föstudagurinn dimmi

janúar 18, 2019
Featured image for “Föstudagurinn dimmi”

Fyrir nokkru tóku tveir frumkvöðlar í Borgarnesi sig til og efndu til uppákomu sem nefndist Föstudagurinn dimmi. Þetta voru þær Eva Hlín Alfreðsdóttir og Heiður Hörn Hjartardóttir. Á þessum degi hvetja þær til umhugsunar og upplifunar í ljósleysi skammdegisins, þar sem hugsað er til eldri tíma þegar fólk bjó ekki við rafmagn. Safnahús tekur þátt í Dimma föstudeginum í dag og býður upp á afslappað hádegi milli 12 og 13, með þjóðlegu matarívafi (flatbrauð+hangikjöt, mysa og kaffi) mitt í erli dagsins. Ljós verða í lágmarki og bókasafnið verður opið. Ekki verða kveikt ljós á safninu en fólki boðið að fá vasaljós að láni ef þess er þörf við að finna rétta lesefnið. Starfsfólk mun einnig taka sér rólega stund og njóta þess að spjalla við gesti.

Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður


Share: