Sem lið í heilsueflandi samfélagi hvetur Borgarbyggð íbúa til að hefja nýtt ár með fyrirheitum um heilsusamlegt líferni. Fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 20:00 mun Elísabet Margeirsdóttir ofurhlaupari og næringarfræðingur flytja fyrirlestur í Hjálmakletti um að setja sér raunhæf markmið í næringu og hreyfingu á nýju ári. Elísabet hefur stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum maraþonum og lengri …
Laus lóð – Berugata 1-3
Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar nýstofnaða lóð við Berugötu í Borgarnesi, Berugötu 1-3, sem samþykkt var að stofna á fundi sveitarstjórnar þann 13. des. s.l. Um úthlutun hennar fer skv. reglum Borgarbyggðar um úthlutun lóða. Reglurnar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is ásamt uppdrætti af lóðinni (undir lausar lóðir) . Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2019 og verður henni …
Sagt frá Guðrúnu frá Lundi
Marín Guðrún Hrafnsdóttir flytur erindi um Guðrúnu frá Lundi í Safnahúsinu fimmtudaginn 10. janúar n.k. kl. 19.30. Marín Guðrún er bókmenntafræðingur og langömmubarn skáldkonunnar. Hún hefur víða haldið fyrirlestra og námskeið þar sem hún segir sögu Guðrúnar sem er um margt ævintýraleg. Þess má geta að Marín Guðrún er einnig höfundur farandsýningarinnar Kona á skjön, sem er um ævi og …
179. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 179. FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. Janúar 2019 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 13.12. (178) Fundargerðir byggðarráðs 20.12, 3.1. (474, 475) Fundargerð fræðslunefndar 20.12. (175) Fundargerð umhverfis – skipulags – og landb.n. 4.1. (72) …
Seinkun á söfnun rúlluplasts
Af óviðráðanlegum orsökum seinkar söfnun rúlluplasts í dreifbýli um 3-4 daga. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.
Félagsráðgjafi óskast til starfa hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar
Félagsþjónusta Borgarbyggðar óskar eftir félagsráðgjafa til starfa. Um er að ræða 80-100% starf. Helstu verkefni og ábyrgð: Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu. Vinnsla barnaverndarmála. Þjónusta og ráðgjöf við fólk með fötlun og þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu s.s. með skólum, leikskólum og öðrum þjónustu-stofnunum vegna málefna fullorðinna einstaklinga, barna og fjölskyldna. Menntun og hæfniskröfur: Starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Þekking …
Íþróttamaður ársins 2018
Bjarni Guðmann Jónsson, körfuknattleiksmaður og leikmaður Skallagríms, var í dag kjörinn íþróttamaður ársins 2018 við fjölmenna og hátíðlega athöfn í Hjálmakletti. Bjarni er einn af lykilleikmönnum í meistaraflokki Skallagríms í körfuknattleik. Hann átti stóran þátt í því að vinna liðinu sæti í úrvalsdeild síðastliðið vor og hefur stimplað sig inn sem einn efnilegasti körfuknattleiksmaður úr …
Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni í Borgarbyggð 2019
Borgarbyggð styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára með framlagi að upphæð kr. 20.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. Þetta á t.d. …
Markmið sett á nýju ári!
Hefjum nýtt ár með fyrirheitum um heilsusamlegt líferni fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 20:00 í Hjálmakletti Elísabet Margeirsdóttir ofurhlaupari og næringarfræðingur fjallar um að setja sér raunhæf markmið í næringu og hreyfingu á nýju ári. Elísabet hefur stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum maraþonum og lengri utanvegahlaupum með góðum árangri. Hún er annar höfundur bókarinnar Út að hlaupa …
Opnunartími Gámastöðvar í Borgarnesi yfir hátíðar
Gámastöðin í Borgarnesi verður lokuð 24.-26. des og 31. des – 1. jan. Annars er venjulegur opnunartími, sjá mynd.