Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns/matráðs við Grunnskólann í Borgarnesi. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2019. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem tekur til starfa í nýju húsnæði haustið 2019. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Grunnskólinn í Borgarnesi er heilsueflandi grunnskóli og lögð er áhersla á holla næringu í skólanum. Unnið er eftir handbók fyrir skólamötuneyti ásamt öðrum leiðbeiningum fyrir heilsueflandi grunnskóla.
Helstu verkefni:
- Elda og framreiða morgunhressingu, hádegisverð og síðdegishressingu fyrir nemendur og starfsfólk
- Sjá um innkaup og samskipti við birgja
- Umsjón með rekstri mötuneytisins
- Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna
Hæfniskröfur:
- Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði
- Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
- Frumkvæði og sveigjanleiki
- Lipurð og færni í samskiptum
- Reynsla af sambærilegu starfi
Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Upplýsingar um starfið veitir Júlía V. Guðjónsdóttir skólastjóri í síma 433-7400 eða á julia@grunnborg.is
Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2019 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið julia@grunnborg.is