Framkvæmdir eru í fullum gangi við endurbætur og stækkun grunnskólans í Borgarnesi. Núverandi skólabygging samanstendur af nokkrum misgömlum byggingum og víða var kominn tími á viðhald. Með framkvæmdunum er aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk skólans bætt til muna. Jafnframt verður skólabyggingin mun aðgengilegri fyrir fatlaða. Nýr og glæsilegur matsalur, sem einnig nýtist sem samkomusalur, lítur dagsins ljós ásamt nýrri eldhúsaðstöðu …
Gjöf til Andabæjar og Hnoðrabóls
Leikskólarnir Andabær og Hnoðraból fengu myndalega gjöf á dögunum. Um er að ræða prjónaða þvottaklúta sem íbúar Brákarhlíðar hafa unnið af mikilli natni. Þessir klútar munu nýtast vel í starfi leikskólanna. Leikskólastjórar skólanna þær Sjöfn og Ástríður, fengu þann heiður að taka á móti gjöfinni og fræðast um allt það skemmtilega starf sem unnið er í Brákarhlíð. Skólarnir þakka kærlega …
Í Grunnskóla Borgarfjarðar fer fram gæðastarf
Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á leik- grunn- og framhaldsskólum fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis. Í ytra mati felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það gert með skoðun á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við börn/nemendur, …
Snjómokstur
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að fyrir skömmu breyttist veðurfar eftir óvanalega milda og þægilega haust- og vetrarmánuði fram yfir áramót. Snjó kyngdi niður og líkur eru til að óbreytt veðurfar sé í kortunum fram yfir mánaðamót. Unnið er eftir snjómokstri í sveitarfélaginu eftir ákveðnu skipulagi. Vegagerðin annast mokstur á helstu samgönguæðum. Snjómokstri og hálkueyðingu í Borgarbyggð er …
Snjór og sorphirða
Vegna færðar gengur sorphirða hægar en venjulega. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að moka frá sorpgeymslum og tunnum til að auðvelda framgang sorphirðunnar. Sorphirðudagatal fyrir þéttbýli má sjá hér og fyrir dreifbýli hér.
Skipulagsauglýsing 2019-01-25
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 178. fundi sínum þann 13. desember 2019 og á 179. fundi sínum þann 10. janúar 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur: Fossatún – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Verslunar- og þjónustusvæði stækkar til norðausturs. Forsendur fyrir breytingu er aukin eftirspurn gistingar og fjölbreytni í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnhýsi / skálar verða staðsett á því …
Álagning fasteignagjalda 2019
Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2019. Álagningarseðlar verða sendir til fasteignaeigenda sem eru 71 árs og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínar síður / pósthólf“ á netsíðunni www.Island.is. Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. …
Kortasjá Loftmynda / teikningavefur Borgarbyggðar
Teikningar af flestum mannvirkjum í Borgarbyggð eru aðgengilegar á Kortasjá Loftmynda. Allar stimplaðar teikningar eru skannaðar inn á vefinn. Auk þess má nálgast skipulagsuppdrætti, upplýsingar um jarðamörk og fleira á Kortasjánni. Loftmyndir á Kortasjánni eru uppfærðar reglulega. Ráðlegt er að hafa samband við starfsfólk á umhverfis- og skipulagssviði til að kanna gildi þeirra gagna sem eru á netinu, leiki á …
Snjómokstur
Nú er fyrsti snjórinn sem eitthvað kveður að kominn. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 8.11.2018 reglur um snjómokstur og er þær að finna á þessari síðu. Þar er ennfremur að finna snjómoksturskort fyrir alla þéttbýlisstaði í Borgarbyggð.
Hreyfing í boði fyrir almenning í Borgarbyggð
Fjölbreytt hreyfing er í boði fyrir almenning í Borgarbyggð en rannsóknir staðfesta að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing minnkar líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum og eykur líkamshreysti, vellíðan og lífsgæði almennt. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan geta lifnaðarhættir, sem fela í sér daglega hreyfingu, skapað tækifæri til að mynda og styrkja félagsleg …