Heimahreyfing og heilsuefling eldri borgara

apríl 12, 2019
Featured image for “Heimahreyfing og heilsuefling eldri borgara”

Öldungaráð Borgarbyggðar kom saman í Ráðhúsinu til að kynna sér heimahreyfingu og heilsueflingu eldri borgara. Markmið  þess snýr að skipulagðri heilsurækt svo eldri borgarar geti sinnt athöfnum daglegs lífs eins lengi og kostur er, geti búið lengur í sjálfstæðri búsetu, geti komið í veg fyrir eða seinkað innlögn á dvalar- og hjúkrunarheimili og eigi möguleika á því að starfa lengur á vinnumarkaði.


 


Steinunn Leifsdóttir, íþróttafræðingur hjá fyrirtækinu Sóltún Heima og Halla Thoroddsen framkvæmdarstjóri kynntu Heimahreyfingu sem er velferðatæknilausn sem hönnuð er af sjúkraþjálfurum í Danmörku.


 


Auk Öldungaráðs sátu sveitarstjóri fundinn, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og formaður velferðarnefndar Borgarbyggðar.


 


Öldungaráð hefur það hlutverk að fylgjast með heilsufari og félagslegri velferð aldraðra og samhæfa þjónustu, að gera tillögur til sveitarstjórna um öldrunarþjónustu og að leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast og kynna öldruðum þá kosti sem í boði eru.


 


Öldungaráð Borgarbyggðar er sveitarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borgara og getur það komið ábendingum til sveitarstjórnar um allt það er betur kann að fara er varðar málefni eldri borgara.


Share: